„Við munum ekki hika við að berjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2022 15:01 Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína. AP/Danial Hakim Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. Þá hét Wei því að ekkert myndi koma í veg fyrir „sameiningu“ Kína og Taívans. Hann hafnaði alfarið ásökunum Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Kínverjar væru að auka spennu á svæðinu með þrýstingi þeirra á Taívan og auknum hernaðarumsvifum. Austin sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkin þyrftu að vinna með ríkjum á svæðinu og tryggja öryggi. Wei sagði ummæli Austins til marks um að Bandaríkin ætluðu sér að einangra Kína. „Ekkert ríki ætti að koma vilja sínum yfir önnur ríki eða níðast á öðrum undir merkjum alþjóðasamvinnu,“ sagði Wei. Hann sagði áætlun Bandaríkjanna beinast gegn einu ríki og henni væri ætlað að efna til átaka og einangra og halda aftur af Kína, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Austin notaði ræðu sína einnig til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Taívan. Undanfarin ári hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Wei sagði á ráðstefnunni í morgun að Bandaríkjamenn væru ítrekað að beita „Taívan spilinu“ gegn Kína og sakaði Bandaríkjamenn um að fylgja ekki „eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Hann sagði einnig að samskipti Kína og Bandaríkjanna væru á ákveðnum vendipunkti og það væri á höndum Bandaríkjamann að bæta þau, samkvæmt frétt Reuters. „Við biðjum Bandaríkjamenn um að hætta að rógbera og halda aftur af Kína. Hætta að skipta sér að innanríkismálum Kína. Samskipti ríkjanna geta ekki skánað nema Bandaríkjamenn geri það," sagði Wei. Sagði ekkert geta stöðvað sameiningu Ráðherrann sagði Kínverja óska þess að Taívan yrði sameinað meginlandinu á friðsaman máta. Ráðamenn í Peking myndu þó gera hvað sem er til að ná yfirráðum yfir Taívan og hervald kæmi vel til greina. Ekkert gæti komið í veg fyrir „sameininguna“. Sjá einnig: Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Wei sagði einnig að allar tilraunir Taívana til að lýsa yfir sjálfstæði myndu leiða til stríðs. „Við munum ekki hika við að berjast, hvað sem það kostar og við munum berjast til hins síðasta,“ sagði Wei. „Það yrði eini kostur Kína.“ Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Þá hét Wei því að ekkert myndi koma í veg fyrir „sameiningu“ Kína og Taívans. Hann hafnaði alfarið ásökunum Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Kínverjar væru að auka spennu á svæðinu með þrýstingi þeirra á Taívan og auknum hernaðarumsvifum. Austin sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkin þyrftu að vinna með ríkjum á svæðinu og tryggja öryggi. Wei sagði ummæli Austins til marks um að Bandaríkin ætluðu sér að einangra Kína. „Ekkert ríki ætti að koma vilja sínum yfir önnur ríki eða níðast á öðrum undir merkjum alþjóðasamvinnu,“ sagði Wei. Hann sagði áætlun Bandaríkjanna beinast gegn einu ríki og henni væri ætlað að efna til átaka og einangra og halda aftur af Kína, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Austin notaði ræðu sína einnig til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Taívan. Undanfarin ári hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Wei sagði á ráðstefnunni í morgun að Bandaríkjamenn væru ítrekað að beita „Taívan spilinu“ gegn Kína og sakaði Bandaríkjamenn um að fylgja ekki „eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Hann sagði einnig að samskipti Kína og Bandaríkjanna væru á ákveðnum vendipunkti og það væri á höndum Bandaríkjamann að bæta þau, samkvæmt frétt Reuters. „Við biðjum Bandaríkjamenn um að hætta að rógbera og halda aftur af Kína. Hætta að skipta sér að innanríkismálum Kína. Samskipti ríkjanna geta ekki skánað nema Bandaríkjamenn geri það," sagði Wei. Sagði ekkert geta stöðvað sameiningu Ráðherrann sagði Kínverja óska þess að Taívan yrði sameinað meginlandinu á friðsaman máta. Ráðamenn í Peking myndu þó gera hvað sem er til að ná yfirráðum yfir Taívan og hervald kæmi vel til greina. Ekkert gæti komið í veg fyrir „sameininguna“. Sjá einnig: Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Wei sagði einnig að allar tilraunir Taívana til að lýsa yfir sjálfstæði myndu leiða til stríðs. „Við munum ekki hika við að berjast, hvað sem það kostar og við munum berjast til hins síðasta,“ sagði Wei. „Það yrði eini kostur Kína.“
Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42
Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11
Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31