Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2025 08:58 Læknirinn hefur ekki verið með starfsleyfi síðan í desember 2024. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök. Ráðuneytið kvað upp úrskurð sinn í október og hefur hann verið birtur á vef ráðuneytisins. Þar segir að landlæknir hafi tilkynnt lækninum sumarið 2024 að hann sætti eftirliti vegna þriggja kvörtunarmála sem beinst hefðu að lækninum. Öll áttu það sammerkt að hann hefði vanrækt skyldur sínar. Læknirinn mótmælti eftirlitinu og fékk þau svör frá Embætti landlæknis að hann hefði þangað til í byrjun nóvember 2024 að finna vinnuveitanda sem væri tilbúinn að ráða hann með þeim skilyrðum að veita honum stuðning, aðhald og eftirlit auk þess að senda landlækni upplýsingar um störf hans. Ella yrði hann sviptur leyfi. Engin frekari samskipti áttu sér stað, engar upplýsingar bárust frá vinnuveitanda og var hann sviptur starfsleyfi í desember 2024. Þá ákvörðun kærði læknirinn til heilbrigðisráðuneytisins. Tíu ára gamalt mál til endurskoðunar Læknirinn hafnaði því að hafa brugðist starfsskyldum sínum eða sýnt af sér hirðuleysi í störfum. Almannahagsmunir krefðust ekki sviptingar leyfis og landlæknir eigi að beita heimildum sínum um eftirlit af varúð. Þá fann læknirinn að því að verið væri að skoða aftur mál sem kom upp á sjúkrahúsi Akureyrar árið 2015. Fram kemur að læknirinn hafði sætt eftirliti hjá landlækni vegna þess atviks og fengið starfsleyfi að nýju árið 2019 að lokinni læknismeðferð og endurhæfingu. Ekki mætti refsa honum tvisvar fyrir sama atvik. Hvorki hæfni né færni Landlæknir sagði ljóst að læknirinn hefði í ljósi þriggja kvörtunarmála ekki hæfni eða færni til að starfa sem ábyrgur læknir. Meðalhófs hefði verið gætt til hins ítrasta í öllum ákvörðunum gegn honum. Ekki hefði skort lagaskilyrði til að skoða málið aftur frá 2015. Þá vísaði embættið sérstaklega til þess að sviptingin byggði á niðurstöðum tveggja kvörtunarmála. Læknirinn hefði ekki horfst í augu við þann áfellisdóm sem atvikin og kvartanir segðu til um störf hans sem læknir. Einnig hefði skipt sköpum að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og fyrri eftirlitsúrræði hefði læknirinn ekki bætt ráð sitt. Kenni öðrum um Heilbrigðisráðuneytið sagði í úrskurði sínum ljóst að starfshættir læknisins undanfarin tíu ár hefðu leitt til nokkurs fjölda mistaka og læknirinn sýnt af sér vanrækslu á því tímabili. Atvikin næðu bæði til tímabils þegar hann hefði strítt við heilsubrest en einnig tímabils þegar hann fékk reglulega útgefið starfshæfnisvottorð með tilliti til heilsu hans. Í flestum tilvikum hefði læknirinn ekki talið að hann bæri ábyrgð á þeim mistökum eða vanrækslu sem hefur átt sér stað, þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess, heldur að aðrir heilbrigðisstarfsmenn eða sjúklingurinn sjálfur beri ábyrgð á þeim. Eftirlit og eftirlitsúrræði landlæknis hafi því engan árangur borið og starfshættir læknisins ekki breyst til hins betra, þrátt fyrir ríkulegt tilefni til þess. Taldi ráðuneytið skilyrði til sviptingar uppfyllt og staðfesti þá ákvörðun. Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Ráðuneytið kvað upp úrskurð sinn í október og hefur hann verið birtur á vef ráðuneytisins. Þar segir að landlæknir hafi tilkynnt lækninum sumarið 2024 að hann sætti eftirliti vegna þriggja kvörtunarmála sem beinst hefðu að lækninum. Öll áttu það sammerkt að hann hefði vanrækt skyldur sínar. Læknirinn mótmælti eftirlitinu og fékk þau svör frá Embætti landlæknis að hann hefði þangað til í byrjun nóvember 2024 að finna vinnuveitanda sem væri tilbúinn að ráða hann með þeim skilyrðum að veita honum stuðning, aðhald og eftirlit auk þess að senda landlækni upplýsingar um störf hans. Ella yrði hann sviptur leyfi. Engin frekari samskipti áttu sér stað, engar upplýsingar bárust frá vinnuveitanda og var hann sviptur starfsleyfi í desember 2024. Þá ákvörðun kærði læknirinn til heilbrigðisráðuneytisins. Tíu ára gamalt mál til endurskoðunar Læknirinn hafnaði því að hafa brugðist starfsskyldum sínum eða sýnt af sér hirðuleysi í störfum. Almannahagsmunir krefðust ekki sviptingar leyfis og landlæknir eigi að beita heimildum sínum um eftirlit af varúð. Þá fann læknirinn að því að verið væri að skoða aftur mál sem kom upp á sjúkrahúsi Akureyrar árið 2015. Fram kemur að læknirinn hafði sætt eftirliti hjá landlækni vegna þess atviks og fengið starfsleyfi að nýju árið 2019 að lokinni læknismeðferð og endurhæfingu. Ekki mætti refsa honum tvisvar fyrir sama atvik. Hvorki hæfni né færni Landlæknir sagði ljóst að læknirinn hefði í ljósi þriggja kvörtunarmála ekki hæfni eða færni til að starfa sem ábyrgur læknir. Meðalhófs hefði verið gætt til hins ítrasta í öllum ákvörðunum gegn honum. Ekki hefði skort lagaskilyrði til að skoða málið aftur frá 2015. Þá vísaði embættið sérstaklega til þess að sviptingin byggði á niðurstöðum tveggja kvörtunarmála. Læknirinn hefði ekki horfst í augu við þann áfellisdóm sem atvikin og kvartanir segðu til um störf hans sem læknir. Einnig hefði skipt sköpum að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og fyrri eftirlitsúrræði hefði læknirinn ekki bætt ráð sitt. Kenni öðrum um Heilbrigðisráðuneytið sagði í úrskurði sínum ljóst að starfshættir læknisins undanfarin tíu ár hefðu leitt til nokkurs fjölda mistaka og læknirinn sýnt af sér vanrækslu á því tímabili. Atvikin næðu bæði til tímabils þegar hann hefði strítt við heilsubrest en einnig tímabils þegar hann fékk reglulega útgefið starfshæfnisvottorð með tilliti til heilsu hans. Í flestum tilvikum hefði læknirinn ekki talið að hann bæri ábyrgð á þeim mistökum eða vanrækslu sem hefur átt sér stað, þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess, heldur að aðrir heilbrigðisstarfsmenn eða sjúklingurinn sjálfur beri ábyrgð á þeim. Eftirlit og eftirlitsúrræði landlæknis hafi því engan árangur borið og starfshættir læknisins ekki breyst til hins betra, þrátt fyrir ríkulegt tilefni til þess. Taldi ráðuneytið skilyrði til sviptingar uppfyllt og staðfesti þá ákvörðun.
Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira