Loksins, loksins Einar Helgason skrifar 25. nóvember 2021 14:31 Loksins, loksins, erum við gamlingjarnir sem er ætlað að lifa á strípuðum ellilaunum og skertum lífeyrisgreiðslum á Íslandi að fá réttlæti. Þetta hugsaði ég með mér fullur lotningar þegar ég hlustaði á setningu alþingis síðastliðinn þriðjudag. Loksins, loksins getur þetta góða fólk sem þarna var kosið farið að taka til hendinni og efna kosningaloforðin. Þið hljótið að muna eftir því þegar það stóð upp á framboðsfundunum og hélt hjartnæmar ræður um þetta hróplega óréttlæti sem ellilífeyrisþegar og öryrkjar væru beittar í okkar þjóðfélagi. Ég er jafnvel nokkuð viss um að ég hafi séð tárvota hvarma hjá sumum þegar þau minntust á þessa svívirðu. En, nú er bara komið að þessu, þar sem þetta góða fólk getur strunsað upp í ræðustól alþingis með ræðubunkann undir hendinni og hellt úr skálum reiði sinnar yfir óréttlætinu. Hugsið ykkur hvað það verður gaman að sjá þegar það lemur í ræðupúltið og heimtar réttlæti fyrir þessa hópa ekki seinna en strax. Í mínu bjartsýniskasti hafði ég orð á þessu við konu mína þegar ég fylgdist með setningu alþingis. En hún horfði á mig dágóða stund um leið og hún stöðvaðist við að straua en hélt síðan áfram um leið og hún lét þess getið að stundum gæti ég verið óttalega barnalegur. Já kannski er það barnalegt að vera þeirrar skoðunar að fólk eigi af öllum mætti að standa við orð sín. En við þurfum ekki að fara lengra en síðastliðinn sunnudag þegar Guðrún Hafsteinsdóttir sem er einn af þessum nýbökuðum þingmönnum lét þess getið í Silfrinu frami fyrir alþjóð að hún væri manneskja orða sinna. En hún lét einmitt þess getið í grein sem hún skrifaði fyrir tveimur árum að það væri verið að fremja mannréttindabrot á ellilífeyrisþegum þessa lands vegna skerðingar. Og nú er komið að stóru stundinni þar sem hún getur beitt sér kröftulega fyrir því að stöðva þessi mannréttindabrot. Hugsið ykkur bara ef Guðrún gæti komið því til leiðar á örskömmum tíma að gamlingjarnir sem draga fram lífið á þessum sultarlaunum gætu keypt sér ís annað slagið. Ég er viss um að Guðrún getur skilið að þetta er hagstætt fyrir alla. En þar sem ég er bæði sanngjarn og raunsær þá ætla ég að gefa henni smáséns í nokkra daga áður en hún byrjar á því að hella sér yfir þingheim og stunda málþóf fram eftir nóttu til þess að stöðva mannréttindabrotin. Hún gæti jafnvel látið Sigmund Davíð og félaga kenna sér að stunda málþóf en þeir eru í góðri æfingu síðan þeir mótmæltu einhverjum orkupakka sem engin veit lengur hvað er. Og svo má ég til með að minnast á þá félaga Jakop Stuðmann og Tomma á Búllunni sem gengu til liðs við Ingu Sæland til þess að berjast fyrir þeim fátækustu í okkar samfélagi. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um að þeir félagar gætu ekki sofið af áhyggjum yfir kjörum þessa fólks en batnandi mönnum er best að lifa. Og nú er bara komið að þessu þar sem þeir geta komið í ræðustólinn aftur og aftur sótrauðir af reiði yfir kjörum sem þessu fólki er boðið upp á. Ég vil ekki trúa því að það komi einhver himnesk værð yfir þá þegar þeir setjast í mjúka stólanna á þinginu og bíði eftir að þessi margföldu laun þeirra verst settu í þjóðfélaginu detti inn á reikninginn þeirra um hver mánaðarmót. Já það er svo sannarlega hægt að vera bjartsýnn nú þegar nýtt þing er að hefjast. Reyndar getur maður ekki neitað því að á þessum rúmlega sjötíu árum sem maður hefur lifað þá hafa komið þær stundir sem maður hefur séð fólk ganga á bak orða sinna. En samt vil ég hanga í barnaskapnum og trúa því að fólk sem maður horfði uppá fyrir örfáum vikum síðan fullt af heilagri réttlætingu halda því fram að það geti engin lifað á launum sem eru undir þrjú hundruð þúsund á mánuði reyna að leiðrétta það ekki seinna en strax. Eða á maður kannski að trúa gömlu konunni sem var amma konu minnar þegar hún þusaði yfir vonsku heimsins. „Iss það er sama rassgatið undir öllu þessu pakki. Það hugsar bara um sjálft sig. Höfundur er fyrrverandi sendibílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Loksins, loksins, erum við gamlingjarnir sem er ætlað að lifa á strípuðum ellilaunum og skertum lífeyrisgreiðslum á Íslandi að fá réttlæti. Þetta hugsaði ég með mér fullur lotningar þegar ég hlustaði á setningu alþingis síðastliðinn þriðjudag. Loksins, loksins getur þetta góða fólk sem þarna var kosið farið að taka til hendinni og efna kosningaloforðin. Þið hljótið að muna eftir því þegar það stóð upp á framboðsfundunum og hélt hjartnæmar ræður um þetta hróplega óréttlæti sem ellilífeyrisþegar og öryrkjar væru beittar í okkar þjóðfélagi. Ég er jafnvel nokkuð viss um að ég hafi séð tárvota hvarma hjá sumum þegar þau minntust á þessa svívirðu. En, nú er bara komið að þessu, þar sem þetta góða fólk getur strunsað upp í ræðustól alþingis með ræðubunkann undir hendinni og hellt úr skálum reiði sinnar yfir óréttlætinu. Hugsið ykkur hvað það verður gaman að sjá þegar það lemur í ræðupúltið og heimtar réttlæti fyrir þessa hópa ekki seinna en strax. Í mínu bjartsýniskasti hafði ég orð á þessu við konu mína þegar ég fylgdist með setningu alþingis. En hún horfði á mig dágóða stund um leið og hún stöðvaðist við að straua en hélt síðan áfram um leið og hún lét þess getið að stundum gæti ég verið óttalega barnalegur. Já kannski er það barnalegt að vera þeirrar skoðunar að fólk eigi af öllum mætti að standa við orð sín. En við þurfum ekki að fara lengra en síðastliðinn sunnudag þegar Guðrún Hafsteinsdóttir sem er einn af þessum nýbökuðum þingmönnum lét þess getið í Silfrinu frami fyrir alþjóð að hún væri manneskja orða sinna. En hún lét einmitt þess getið í grein sem hún skrifaði fyrir tveimur árum að það væri verið að fremja mannréttindabrot á ellilífeyrisþegum þessa lands vegna skerðingar. Og nú er komið að stóru stundinni þar sem hún getur beitt sér kröftulega fyrir því að stöðva þessi mannréttindabrot. Hugsið ykkur bara ef Guðrún gæti komið því til leiðar á örskömmum tíma að gamlingjarnir sem draga fram lífið á þessum sultarlaunum gætu keypt sér ís annað slagið. Ég er viss um að Guðrún getur skilið að þetta er hagstætt fyrir alla. En þar sem ég er bæði sanngjarn og raunsær þá ætla ég að gefa henni smáséns í nokkra daga áður en hún byrjar á því að hella sér yfir þingheim og stunda málþóf fram eftir nóttu til þess að stöðva mannréttindabrotin. Hún gæti jafnvel látið Sigmund Davíð og félaga kenna sér að stunda málþóf en þeir eru í góðri æfingu síðan þeir mótmæltu einhverjum orkupakka sem engin veit lengur hvað er. Og svo má ég til með að minnast á þá félaga Jakop Stuðmann og Tomma á Búllunni sem gengu til liðs við Ingu Sæland til þess að berjast fyrir þeim fátækustu í okkar samfélagi. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um að þeir félagar gætu ekki sofið af áhyggjum yfir kjörum þessa fólks en batnandi mönnum er best að lifa. Og nú er bara komið að þessu þar sem þeir geta komið í ræðustólinn aftur og aftur sótrauðir af reiði yfir kjörum sem þessu fólki er boðið upp á. Ég vil ekki trúa því að það komi einhver himnesk værð yfir þá þegar þeir setjast í mjúka stólanna á þinginu og bíði eftir að þessi margföldu laun þeirra verst settu í þjóðfélaginu detti inn á reikninginn þeirra um hver mánaðarmót. Já það er svo sannarlega hægt að vera bjartsýnn nú þegar nýtt þing er að hefjast. Reyndar getur maður ekki neitað því að á þessum rúmlega sjötíu árum sem maður hefur lifað þá hafa komið þær stundir sem maður hefur séð fólk ganga á bak orða sinna. En samt vil ég hanga í barnaskapnum og trúa því að fólk sem maður horfði uppá fyrir örfáum vikum síðan fullt af heilagri réttlætingu halda því fram að það geti engin lifað á launum sem eru undir þrjú hundruð þúsund á mánuði reyna að leiðrétta það ekki seinna en strax. Eða á maður kannski að trúa gömlu konunni sem var amma konu minnar þegar hún þusaði yfir vonsku heimsins. „Iss það er sama rassgatið undir öllu þessu pakki. Það hugsar bara um sjálft sig. Höfundur er fyrrverandi sendibílstjóri.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun