Loksins, loksins Einar Helgason skrifar 25. nóvember 2021 14:31 Loksins, loksins, erum við gamlingjarnir sem er ætlað að lifa á strípuðum ellilaunum og skertum lífeyrisgreiðslum á Íslandi að fá réttlæti. Þetta hugsaði ég með mér fullur lotningar þegar ég hlustaði á setningu alþingis síðastliðinn þriðjudag. Loksins, loksins getur þetta góða fólk sem þarna var kosið farið að taka til hendinni og efna kosningaloforðin. Þið hljótið að muna eftir því þegar það stóð upp á framboðsfundunum og hélt hjartnæmar ræður um þetta hróplega óréttlæti sem ellilífeyrisþegar og öryrkjar væru beittar í okkar þjóðfélagi. Ég er jafnvel nokkuð viss um að ég hafi séð tárvota hvarma hjá sumum þegar þau minntust á þessa svívirðu. En, nú er bara komið að þessu, þar sem þetta góða fólk getur strunsað upp í ræðustól alþingis með ræðubunkann undir hendinni og hellt úr skálum reiði sinnar yfir óréttlætinu. Hugsið ykkur hvað það verður gaman að sjá þegar það lemur í ræðupúltið og heimtar réttlæti fyrir þessa hópa ekki seinna en strax. Í mínu bjartsýniskasti hafði ég orð á þessu við konu mína þegar ég fylgdist með setningu alþingis. En hún horfði á mig dágóða stund um leið og hún stöðvaðist við að straua en hélt síðan áfram um leið og hún lét þess getið að stundum gæti ég verið óttalega barnalegur. Já kannski er það barnalegt að vera þeirrar skoðunar að fólk eigi af öllum mætti að standa við orð sín. En við þurfum ekki að fara lengra en síðastliðinn sunnudag þegar Guðrún Hafsteinsdóttir sem er einn af þessum nýbökuðum þingmönnum lét þess getið í Silfrinu frami fyrir alþjóð að hún væri manneskja orða sinna. En hún lét einmitt þess getið í grein sem hún skrifaði fyrir tveimur árum að það væri verið að fremja mannréttindabrot á ellilífeyrisþegum þessa lands vegna skerðingar. Og nú er komið að stóru stundinni þar sem hún getur beitt sér kröftulega fyrir því að stöðva þessi mannréttindabrot. Hugsið ykkur bara ef Guðrún gæti komið því til leiðar á örskömmum tíma að gamlingjarnir sem draga fram lífið á þessum sultarlaunum gætu keypt sér ís annað slagið. Ég er viss um að Guðrún getur skilið að þetta er hagstætt fyrir alla. En þar sem ég er bæði sanngjarn og raunsær þá ætla ég að gefa henni smáséns í nokkra daga áður en hún byrjar á því að hella sér yfir þingheim og stunda málþóf fram eftir nóttu til þess að stöðva mannréttindabrotin. Hún gæti jafnvel látið Sigmund Davíð og félaga kenna sér að stunda málþóf en þeir eru í góðri æfingu síðan þeir mótmæltu einhverjum orkupakka sem engin veit lengur hvað er. Og svo má ég til með að minnast á þá félaga Jakop Stuðmann og Tomma á Búllunni sem gengu til liðs við Ingu Sæland til þess að berjast fyrir þeim fátækustu í okkar samfélagi. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um að þeir félagar gætu ekki sofið af áhyggjum yfir kjörum þessa fólks en batnandi mönnum er best að lifa. Og nú er bara komið að þessu þar sem þeir geta komið í ræðustólinn aftur og aftur sótrauðir af reiði yfir kjörum sem þessu fólki er boðið upp á. Ég vil ekki trúa því að það komi einhver himnesk værð yfir þá þegar þeir setjast í mjúka stólanna á þinginu og bíði eftir að þessi margföldu laun þeirra verst settu í þjóðfélaginu detti inn á reikninginn þeirra um hver mánaðarmót. Já það er svo sannarlega hægt að vera bjartsýnn nú þegar nýtt þing er að hefjast. Reyndar getur maður ekki neitað því að á þessum rúmlega sjötíu árum sem maður hefur lifað þá hafa komið þær stundir sem maður hefur séð fólk ganga á bak orða sinna. En samt vil ég hanga í barnaskapnum og trúa því að fólk sem maður horfði uppá fyrir örfáum vikum síðan fullt af heilagri réttlætingu halda því fram að það geti engin lifað á launum sem eru undir þrjú hundruð þúsund á mánuði reyna að leiðrétta það ekki seinna en strax. Eða á maður kannski að trúa gömlu konunni sem var amma konu minnar þegar hún þusaði yfir vonsku heimsins. „Iss það er sama rassgatið undir öllu þessu pakki. Það hugsar bara um sjálft sig. Höfundur er fyrrverandi sendibílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Loksins, loksins, erum við gamlingjarnir sem er ætlað að lifa á strípuðum ellilaunum og skertum lífeyrisgreiðslum á Íslandi að fá réttlæti. Þetta hugsaði ég með mér fullur lotningar þegar ég hlustaði á setningu alþingis síðastliðinn þriðjudag. Loksins, loksins getur þetta góða fólk sem þarna var kosið farið að taka til hendinni og efna kosningaloforðin. Þið hljótið að muna eftir því þegar það stóð upp á framboðsfundunum og hélt hjartnæmar ræður um þetta hróplega óréttlæti sem ellilífeyrisþegar og öryrkjar væru beittar í okkar þjóðfélagi. Ég er jafnvel nokkuð viss um að ég hafi séð tárvota hvarma hjá sumum þegar þau minntust á þessa svívirðu. En, nú er bara komið að þessu, þar sem þetta góða fólk getur strunsað upp í ræðustól alþingis með ræðubunkann undir hendinni og hellt úr skálum reiði sinnar yfir óréttlætinu. Hugsið ykkur hvað það verður gaman að sjá þegar það lemur í ræðupúltið og heimtar réttlæti fyrir þessa hópa ekki seinna en strax. Í mínu bjartsýniskasti hafði ég orð á þessu við konu mína þegar ég fylgdist með setningu alþingis. En hún horfði á mig dágóða stund um leið og hún stöðvaðist við að straua en hélt síðan áfram um leið og hún lét þess getið að stundum gæti ég verið óttalega barnalegur. Já kannski er það barnalegt að vera þeirrar skoðunar að fólk eigi af öllum mætti að standa við orð sín. En við þurfum ekki að fara lengra en síðastliðinn sunnudag þegar Guðrún Hafsteinsdóttir sem er einn af þessum nýbökuðum þingmönnum lét þess getið í Silfrinu frami fyrir alþjóð að hún væri manneskja orða sinna. En hún lét einmitt þess getið í grein sem hún skrifaði fyrir tveimur árum að það væri verið að fremja mannréttindabrot á ellilífeyrisþegum þessa lands vegna skerðingar. Og nú er komið að stóru stundinni þar sem hún getur beitt sér kröftulega fyrir því að stöðva þessi mannréttindabrot. Hugsið ykkur bara ef Guðrún gæti komið því til leiðar á örskömmum tíma að gamlingjarnir sem draga fram lífið á þessum sultarlaunum gætu keypt sér ís annað slagið. Ég er viss um að Guðrún getur skilið að þetta er hagstætt fyrir alla. En þar sem ég er bæði sanngjarn og raunsær þá ætla ég að gefa henni smáséns í nokkra daga áður en hún byrjar á því að hella sér yfir þingheim og stunda málþóf fram eftir nóttu til þess að stöðva mannréttindabrotin. Hún gæti jafnvel látið Sigmund Davíð og félaga kenna sér að stunda málþóf en þeir eru í góðri æfingu síðan þeir mótmæltu einhverjum orkupakka sem engin veit lengur hvað er. Og svo má ég til með að minnast á þá félaga Jakop Stuðmann og Tomma á Búllunni sem gengu til liðs við Ingu Sæland til þess að berjast fyrir þeim fátækustu í okkar samfélagi. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um að þeir félagar gætu ekki sofið af áhyggjum yfir kjörum þessa fólks en batnandi mönnum er best að lifa. Og nú er bara komið að þessu þar sem þeir geta komið í ræðustólinn aftur og aftur sótrauðir af reiði yfir kjörum sem þessu fólki er boðið upp á. Ég vil ekki trúa því að það komi einhver himnesk værð yfir þá þegar þeir setjast í mjúka stólanna á þinginu og bíði eftir að þessi margföldu laun þeirra verst settu í þjóðfélaginu detti inn á reikninginn þeirra um hver mánaðarmót. Já það er svo sannarlega hægt að vera bjartsýnn nú þegar nýtt þing er að hefjast. Reyndar getur maður ekki neitað því að á þessum rúmlega sjötíu árum sem maður hefur lifað þá hafa komið þær stundir sem maður hefur séð fólk ganga á bak orða sinna. En samt vil ég hanga í barnaskapnum og trúa því að fólk sem maður horfði uppá fyrir örfáum vikum síðan fullt af heilagri réttlætingu halda því fram að það geti engin lifað á launum sem eru undir þrjú hundruð þúsund á mánuði reyna að leiðrétta það ekki seinna en strax. Eða á maður kannski að trúa gömlu konunni sem var amma konu minnar þegar hún þusaði yfir vonsku heimsins. „Iss það er sama rassgatið undir öllu þessu pakki. Það hugsar bara um sjálft sig. Höfundur er fyrrverandi sendibílstjóri.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun