Trúboðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar Tómas Ellert Tómasson skrifar 9. október 2021 12:01 Á síðum Morgunblaðsins í dag má sjá fréttir af því að Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Í minningargrein sem þingmaðurinn svo birtir í sama blaði rekur hann ástæður brotthvarfsins frá sínum klaustursdyrum séð. Úr klaustursdyrum sínum hrópar hann ókvæðisorðum í garð fyrrum samflokksfélaga og samstarfsmanna sinna og vandar þeim ekki kveðjurnar. Auk þess upplýsir hann, viljandi eða óviljandi, um óheilindi sín í garð fyrrum félaga sinna í aðdraganda kosninga og síðan eftir kjördag. Það er því vel við hæfi að Morgunblaðið kjósi að prýða slíka grein með mynd af kynjaverum á ferð með skrítin augu. Sjálfshyggja í stað skynsemishyggju Miðflokkurinn var stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem leitar ætíð að skynsamlegustu lausninni á hverju viðfangsefni á grundvelli rökhyggju og rökræðu. Skynsemishyggja var stefnan nefnd. Birgir Þórarinsson, nú kjörinn þingmaður Miðflokksins í 10 daga, ákvað að kasta þeirri stefnu fyrir róða og taka í staðinn upp sjálfshyggju. Sjálfshyggju þingmannsins virðast lítil takmörk sett á sviði stjórnmálanna þessi dægrin. Nokkrar birtingamyndir hennar koma fram í minningargreininni sem hann skrifar í Morgunblaðið. Það sem sker þó helst í skynsöm augu við lestur hennar, er að það sé mögulegt að koma kvarthundrað sinnum fyrir orðinu „ég“ í tæplega sjöhundruð orða grein. Og að hann klappi sjálfum sér á bakið og þakkar sér kærlega fyrir að hafa viðhaldið styrkleika Miðflokksins í Suðurkjördæmi á síðasta kjörtímabili. Úrslit kosninganna nú séu svo öðrum að kenna. Undirritaður og helsti bandamaður þingmannsins á síðasta kjörtímabili frétti ekki af þessum hugrenningum og útspili fyrren eftir að sjálfsákvörðunin var tekin og framkvæmd. Hvar eru samviskan og heilindin í því? Það er himinljóst í mínum huga nú, að þingmaðurinn sjálfur, hefur ákveðið að taka sér það hlutverk að vera: „trúboðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar“. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðum Morgunblaðsins í dag má sjá fréttir af því að Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Í minningargrein sem þingmaðurinn svo birtir í sama blaði rekur hann ástæður brotthvarfsins frá sínum klaustursdyrum séð. Úr klaustursdyrum sínum hrópar hann ókvæðisorðum í garð fyrrum samflokksfélaga og samstarfsmanna sinna og vandar þeim ekki kveðjurnar. Auk þess upplýsir hann, viljandi eða óviljandi, um óheilindi sín í garð fyrrum félaga sinna í aðdraganda kosninga og síðan eftir kjördag. Það er því vel við hæfi að Morgunblaðið kjósi að prýða slíka grein með mynd af kynjaverum á ferð með skrítin augu. Sjálfshyggja í stað skynsemishyggju Miðflokkurinn var stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem leitar ætíð að skynsamlegustu lausninni á hverju viðfangsefni á grundvelli rökhyggju og rökræðu. Skynsemishyggja var stefnan nefnd. Birgir Þórarinsson, nú kjörinn þingmaður Miðflokksins í 10 daga, ákvað að kasta þeirri stefnu fyrir róða og taka í staðinn upp sjálfshyggju. Sjálfshyggju þingmannsins virðast lítil takmörk sett á sviði stjórnmálanna þessi dægrin. Nokkrar birtingamyndir hennar koma fram í minningargreininni sem hann skrifar í Morgunblaðið. Það sem sker þó helst í skynsöm augu við lestur hennar, er að það sé mögulegt að koma kvarthundrað sinnum fyrir orðinu „ég“ í tæplega sjöhundruð orða grein. Og að hann klappi sjálfum sér á bakið og þakkar sér kærlega fyrir að hafa viðhaldið styrkleika Miðflokksins í Suðurkjördæmi á síðasta kjörtímabili. Úrslit kosninganna nú séu svo öðrum að kenna. Undirritaður og helsti bandamaður þingmannsins á síðasta kjörtímabili frétti ekki af þessum hugrenningum og útspili fyrren eftir að sjálfsákvörðunin var tekin og framkvæmd. Hvar eru samviskan og heilindin í því? Það er himinljóst í mínum huga nú, að þingmaðurinn sjálfur, hefur ákveðið að taka sér það hlutverk að vera: „trúboðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar“. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun