Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 16:59 Páll Einarsson, prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísir/Egill Einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins segir að gosið í Geldingadal sýni að runnið sé upp nýtt kvikuskeið á Reykjanesinu. Eldsumbrotin minni á upphaf Kröfluelda og faslega megi gera ráð fyrir fleiri eldgosum á Reykjanesskaganum í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. „Þessi tvö gos, gosið sem er nú er í gangi og þetta litla örgos sem var þarna rétt fyrir jólin 1975 keppa núna um það að vera minnsta gos sem við höfum séð,“ segir Páll. „Eftir það fylgdu fimm ár þar sem gangar gegnu bæði norður í Gjástykki og suður í Bjarnarflag og í sumum tilfellunum urðu lítil gos alveg fram til 1980, fyrstu fimm árin af umbrotunum, og við tóku fimm stærri gos seinna í þessu ferli.“ Gosunum hafi ekki lokið fyrr en níu árum seinna og kvikuvirknin í Kröflu ekki hætt fyrr en árið 1989 þegar kvikutímabilið var búið að standa í fimmtán ár. Eldgosið í Geldingadal er mikið sjónarspil það sé smátt í sniðum.Vísir/vilhelm Lengi beðið eftir gosi á Reykjanesi Páll segir ekki síður mikilvægt að horfa til jarðsögunnar á Reykjanesskaga en fyrir gosið í gær höfðu engin gos sést á svæðinu frá árinu 1240. „Menn hafa verið að bíða eftir því að sjá merki þess að eldvirkni taki sig upp aftur á Reykjanesskaga þar sem þetta er á eldvirkum flekaskilum. Þetta langa hlé á gosvirkni er dálítið einkennilegt því að það þarf að bæta efni í jarðskorpuna þegar hún gliðnar í sundur og það þarf að bæta það sem er tekið í burtu.“ „Síðasta kvikskeið af þessu tagi dundi hér yfir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, það voru sum sé mörg gos og talsverð hraungos sem urðu á Reykjanesskaga svona frá sirka 900 fram til 1240 og eftir það þá gaus ekki neitt.“ segir Páll. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. „Þannig við erum að tala um eitthvað svoleiðis skeið þar sem geta orðið kannski tíu eða tuttugu hraungos á kannski 200 eða 300 ára skeiði. Það er svona það sem við erum kannski að horfa á í framtíðinni. Það þýðir ekki að hér sé alltaf bullandi eldgos en það má reikna með að eldgosatíðni framvegis verði meiri en hingað til.“ Þá sýni sagan að líklegra sé að stærri gosin komi seint í atburðarásinni. „Svo kannski erum við að horfa upp á endurtekin smágos á Reykjanesi áður en kemur til alvarlegra hraungosa. Það er ekki víst að við hér upplifum þessi stæri hraungos en það má telja það frekar líklegt að við eigum eftir að upplifa fleiri svona smágos.“ Gosið hluti af sögu sem hófst í lok ársins 2019 Spurður nánar út í þróunina í Geldingadal segir Páll ekkert hægt að spá fyrir hvort gosið þar eigi eftir að fjara út eða færast í aukanna. „Þetta er út af fyrir sig mjög lítill atburður, þetta er eitt minnsta eldgos sem við höfum séð nokkurn tímann en við veðrum að skoða það í víðu samhengi. Þetta er partur af sögu sem er búin að vera í gangi frá desember 2019 þegar fyrstu skjálftahrinurnar byrjuðu, eiginlega nokkuð nákvæmlega á þessum stað sem núna gýs.“ Páll segir jafnframt að gosið hafi staðfest þá túlkun sem vísindamenn hafi haft á gögnin og jarðhræringarnar á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 20. mars 2021 14:53 Adrenalínfíklar í Geldingadal í nótt: „Maður lifir hvort eð er bara einu sinni“ Ævintýramaðurinn Steinn Alex Kristgeirsson fór alveg upp að gosinu í Geldingadal í nótt ásamt vinum sínum og náði af því sláandi nærmyndum. Hann segir að þeir hafi byrjað að ganga að gossvæðinu um klukkan 23:30 í gær og verið komnir þangað eftir yfir þrjár klukkustundir. 20. mars 2021 13:16 Svona var upplýsingafundurinn vegna eldgossins í Geldingadal Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands munu halda upplýsingafund klukkan tvö í dag. Þar verður sagt frá stöðu mála varðandi eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi. 20. mars 2021 13:16 Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
„Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. „Þessi tvö gos, gosið sem er nú er í gangi og þetta litla örgos sem var þarna rétt fyrir jólin 1975 keppa núna um það að vera minnsta gos sem við höfum séð,“ segir Páll. „Eftir það fylgdu fimm ár þar sem gangar gegnu bæði norður í Gjástykki og suður í Bjarnarflag og í sumum tilfellunum urðu lítil gos alveg fram til 1980, fyrstu fimm árin af umbrotunum, og við tóku fimm stærri gos seinna í þessu ferli.“ Gosunum hafi ekki lokið fyrr en níu árum seinna og kvikuvirknin í Kröflu ekki hætt fyrr en árið 1989 þegar kvikutímabilið var búið að standa í fimmtán ár. Eldgosið í Geldingadal er mikið sjónarspil það sé smátt í sniðum.Vísir/vilhelm Lengi beðið eftir gosi á Reykjanesi Páll segir ekki síður mikilvægt að horfa til jarðsögunnar á Reykjanesskaga en fyrir gosið í gær höfðu engin gos sést á svæðinu frá árinu 1240. „Menn hafa verið að bíða eftir því að sjá merki þess að eldvirkni taki sig upp aftur á Reykjanesskaga þar sem þetta er á eldvirkum flekaskilum. Þetta langa hlé á gosvirkni er dálítið einkennilegt því að það þarf að bæta efni í jarðskorpuna þegar hún gliðnar í sundur og það þarf að bæta það sem er tekið í burtu.“ „Síðasta kvikskeið af þessu tagi dundi hér yfir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, það voru sum sé mörg gos og talsverð hraungos sem urðu á Reykjanesskaga svona frá sirka 900 fram til 1240 og eftir það þá gaus ekki neitt.“ segir Páll. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. „Þannig við erum að tala um eitthvað svoleiðis skeið þar sem geta orðið kannski tíu eða tuttugu hraungos á kannski 200 eða 300 ára skeiði. Það er svona það sem við erum kannski að horfa á í framtíðinni. Það þýðir ekki að hér sé alltaf bullandi eldgos en það má reikna með að eldgosatíðni framvegis verði meiri en hingað til.“ Þá sýni sagan að líklegra sé að stærri gosin komi seint í atburðarásinni. „Svo kannski erum við að horfa upp á endurtekin smágos á Reykjanesi áður en kemur til alvarlegra hraungosa. Það er ekki víst að við hér upplifum þessi stæri hraungos en það má telja það frekar líklegt að við eigum eftir að upplifa fleiri svona smágos.“ Gosið hluti af sögu sem hófst í lok ársins 2019 Spurður nánar út í þróunina í Geldingadal segir Páll ekkert hægt að spá fyrir hvort gosið þar eigi eftir að fjara út eða færast í aukanna. „Þetta er út af fyrir sig mjög lítill atburður, þetta er eitt minnsta eldgos sem við höfum séð nokkurn tímann en við veðrum að skoða það í víðu samhengi. Þetta er partur af sögu sem er búin að vera í gangi frá desember 2019 þegar fyrstu skjálftahrinurnar byrjuðu, eiginlega nokkuð nákvæmlega á þessum stað sem núna gýs.“ Páll segir jafnframt að gosið hafi staðfest þá túlkun sem vísindamenn hafi haft á gögnin og jarðhræringarnar á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 20. mars 2021 14:53 Adrenalínfíklar í Geldingadal í nótt: „Maður lifir hvort eð er bara einu sinni“ Ævintýramaðurinn Steinn Alex Kristgeirsson fór alveg upp að gosinu í Geldingadal í nótt ásamt vinum sínum og náði af því sláandi nærmyndum. Hann segir að þeir hafi byrjað að ganga að gossvæðinu um klukkan 23:30 í gær og verið komnir þangað eftir yfir þrjár klukkustundir. 20. mars 2021 13:16 Svona var upplýsingafundurinn vegna eldgossins í Geldingadal Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands munu halda upplýsingafund klukkan tvö í dag. Þar verður sagt frá stöðu mála varðandi eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi. 20. mars 2021 13:16 Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 20. mars 2021 14:53
Adrenalínfíklar í Geldingadal í nótt: „Maður lifir hvort eð er bara einu sinni“ Ævintýramaðurinn Steinn Alex Kristgeirsson fór alveg upp að gosinu í Geldingadal í nótt ásamt vinum sínum og náði af því sláandi nærmyndum. Hann segir að þeir hafi byrjað að ganga að gossvæðinu um klukkan 23:30 í gær og verið komnir þangað eftir yfir þrjár klukkustundir. 20. mars 2021 13:16
Svona var upplýsingafundurinn vegna eldgossins í Geldingadal Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands munu halda upplýsingafund klukkan tvö í dag. Þar verður sagt frá stöðu mála varðandi eldgosið í Geldingadal á Reykjanesi. 20. mars 2021 13:16
Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23