„Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 09:53 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar. Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma en unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar að því er fram kom í tilkynningu frá Norðuráli í gær. Þá hefur bilunin áhrif á fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Norðurál en þannig hafa Eimskip tilkynnt til Kauphallar að þetta „rekstraráfall“ hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Allir sem þekkja til vinnu og reksturs álvera vita og átta sig á alvarleikanum þegar búið er að slökkva á jafn stórum hluta kera. Það er morgunljóst að þetta er ekki stöðvun sem eigi sér stað í einhverja nokkra daga eða vikur, heldur miklu umfangsmeira ástand sem mun taka tíma að leysa,” skrifar Vilhjálmur í færslu á Facebook í morgun. Fjölmargir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness hafi haft samband við sig síðastliðinn sólarhring sem sé eðli málsins samkvæmt „bæði óttaslegið og kvíðið yfir stöðunni sem upp er komin.“ Starfsfólk óttast uppsagnir Þess má geta að fréttastofa hefur einnig fengið spurn af því að miklar áhyggjur séu uppi meðal starfsfólks um að fyrirtækið ráðist í stórfelldar uppsagnir til að bregðast við áhrifunum af völdum bilunarinnar, sem óvíst er hve lengi mun vara. Vilhjálmur ítrekar í færslu sinni mikilvægi þess að upplýsingagjöf til starfsmanna „byggist á eins áreiðanlegum og traustum upplýsingum og kostur er, svo hægt sé að tryggja gagnsæi og ró í þessum erfiðu aðstæðum,“ líkt og hann orðar það í færslunni. Stóriðjan á Grundartanga sé lífæð Akurnesinga og þegar þar myndast stífla geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Því þurfi að leggja allt kapp á að koma starfseminni aftur í gang eins fljótt og hægt er. Vona það besta en búa sig undir það versta „Við þurfum að vona það besta, en jafnframt búa okkur undir það versta. Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir upplýsingum um stöðuna, en eins og hún er nú eru allir sem vettlingi geta valdið að reyna að lágmarka skaðann og meta ástandið. Vonandi skýrist málið betur á morgun og næstu daga, en ljóst er að um mjög alvarlega stöðu er að ræða,” skrifar Vilhjálmur. Um leið bendir hann á að á sama tíma hafi Elkem á Íslandi tilkynnt um samdrátt í framleiðslu sem bæti gráu ofan á svart. „Stóriðjan á Grundartanga skapar um 151 milljarð króna í útflutningstekjur á ári, sem eru tæplega 8% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. Slík starfsemi skiptir því ekki aðeins miklu máli fyrir okkur hér á Akranesi og í nærsveitum, heldur einnig fyrir þjóðarbúið allt. Það er mikilvægt að við stöndum saman, styðjum við starfsfólkið og gerum allt sem hægt er til að tryggja að starfsemin komist sem fyrst aftur í eðlilegt horf.” Rekstraráfall hafi neikvæð áhrif á Eimskip Ljóst er að staðan hefur áhrif víðar í kerfinu en þannig hefur Eimskip sent tilkynningu til Kauphallar þar sem segir að félagið hafi átt í góðum samskiptum við Norðurál vegna takmarkaðrar framleiðslugetu. Þar sem Norðurál sé einn af stærri viðskiptavinum Eimskips sé ljóst að það muni hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Norðurál er einn af stærri viðskiptavinum Eimskips og því mun þetta rekstraráfall hafa neikvæð áhrif á flutningsmagn Eimskips. Á þessari stundu er ekki vitað hve langan tíma tekur að koma framleiðslunni í full afköst. Eimskip mun upplýsa nánar um áhrifin þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en þegar þetta er skrifað má sjá að gengi hlutabréfa í Eimskip hefur í dag lækkað um tæp fimm prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Stóriðja Hvalfjarðarsveit Akranes Áliðnaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma en unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar að því er fram kom í tilkynningu frá Norðuráli í gær. Þá hefur bilunin áhrif á fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Norðurál en þannig hafa Eimskip tilkynnt til Kauphallar að þetta „rekstraráfall“ hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Allir sem þekkja til vinnu og reksturs álvera vita og átta sig á alvarleikanum þegar búið er að slökkva á jafn stórum hluta kera. Það er morgunljóst að þetta er ekki stöðvun sem eigi sér stað í einhverja nokkra daga eða vikur, heldur miklu umfangsmeira ástand sem mun taka tíma að leysa,” skrifar Vilhjálmur í færslu á Facebook í morgun. Fjölmargir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness hafi haft samband við sig síðastliðinn sólarhring sem sé eðli málsins samkvæmt „bæði óttaslegið og kvíðið yfir stöðunni sem upp er komin.“ Starfsfólk óttast uppsagnir Þess má geta að fréttastofa hefur einnig fengið spurn af því að miklar áhyggjur séu uppi meðal starfsfólks um að fyrirtækið ráðist í stórfelldar uppsagnir til að bregðast við áhrifunum af völdum bilunarinnar, sem óvíst er hve lengi mun vara. Vilhjálmur ítrekar í færslu sinni mikilvægi þess að upplýsingagjöf til starfsmanna „byggist á eins áreiðanlegum og traustum upplýsingum og kostur er, svo hægt sé að tryggja gagnsæi og ró í þessum erfiðu aðstæðum,“ líkt og hann orðar það í færslunni. Stóriðjan á Grundartanga sé lífæð Akurnesinga og þegar þar myndast stífla geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Því þurfi að leggja allt kapp á að koma starfseminni aftur í gang eins fljótt og hægt er. Vona það besta en búa sig undir það versta „Við þurfum að vona það besta, en jafnframt búa okkur undir það versta. Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir upplýsingum um stöðuna, en eins og hún er nú eru allir sem vettlingi geta valdið að reyna að lágmarka skaðann og meta ástandið. Vonandi skýrist málið betur á morgun og næstu daga, en ljóst er að um mjög alvarlega stöðu er að ræða,” skrifar Vilhjálmur. Um leið bendir hann á að á sama tíma hafi Elkem á Íslandi tilkynnt um samdrátt í framleiðslu sem bæti gráu ofan á svart. „Stóriðjan á Grundartanga skapar um 151 milljarð króna í útflutningstekjur á ári, sem eru tæplega 8% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. Slík starfsemi skiptir því ekki aðeins miklu máli fyrir okkur hér á Akranesi og í nærsveitum, heldur einnig fyrir þjóðarbúið allt. Það er mikilvægt að við stöndum saman, styðjum við starfsfólkið og gerum allt sem hægt er til að tryggja að starfsemin komist sem fyrst aftur í eðlilegt horf.” Rekstraráfall hafi neikvæð áhrif á Eimskip Ljóst er að staðan hefur áhrif víðar í kerfinu en þannig hefur Eimskip sent tilkynningu til Kauphallar þar sem segir að félagið hafi átt í góðum samskiptum við Norðurál vegna takmarkaðrar framleiðslugetu. Þar sem Norðurál sé einn af stærri viðskiptavinum Eimskips sé ljóst að það muni hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Norðurál er einn af stærri viðskiptavinum Eimskips og því mun þetta rekstraráfall hafa neikvæð áhrif á flutningsmagn Eimskips. Á þessari stundu er ekki vitað hve langan tíma tekur að koma framleiðslunni í full afköst. Eimskip mun upplýsa nánar um áhrifin þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en þegar þetta er skrifað má sjá að gengi hlutabréfa í Eimskip hefur í dag lækkað um tæp fimm prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Stóriðja Hvalfjarðarsveit Akranes Áliðnaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira