„Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 09:53 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar. Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma en unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar að því er fram kom í tilkynningu frá Norðuráli í gær. Þá hefur bilunin áhrif á fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Norðurál en þannig hafa Eimskip tilkynnt til Kauphallar að þetta „rekstraráfall“ hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Allir sem þekkja til vinnu og reksturs álvera vita og átta sig á alvarleikanum þegar búið er að slökkva á jafn stórum hluta kera. Það er morgunljóst að þetta er ekki stöðvun sem eigi sér stað í einhverja nokkra daga eða vikur, heldur miklu umfangsmeira ástand sem mun taka tíma að leysa,” skrifar Vilhjálmur í færslu á Facebook í morgun. Fjölmargir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness hafi haft samband við sig síðastliðinn sólarhring sem sé eðli málsins samkvæmt „bæði óttaslegið og kvíðið yfir stöðunni sem upp er komin.“ Starfsfólk óttast uppsagnir Þess má geta að fréttastofa hefur einnig fengið spurn af því að miklar áhyggjur séu uppi meðal starfsfólks um að fyrirtækið ráðist í stórfelldar uppsagnir til að bregðast við áhrifunum af völdum bilunarinnar, sem óvíst er hve lengi mun vara. Vilhjálmur ítrekar í færslu sinni mikilvægi þess að upplýsingagjöf til starfsmanna „byggist á eins áreiðanlegum og traustum upplýsingum og kostur er, svo hægt sé að tryggja gagnsæi og ró í þessum erfiðu aðstæðum,“ líkt og hann orðar það í færslunni. Stóriðjan á Grundartanga sé lífæð Akurnesinga og þegar þar myndast stífla geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Því þurfi að leggja allt kapp á að koma starfseminni aftur í gang eins fljótt og hægt er. Vona það besta en búa sig undir það versta „Við þurfum að vona það besta, en jafnframt búa okkur undir það versta. Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir upplýsingum um stöðuna, en eins og hún er nú eru allir sem vettlingi geta valdið að reyna að lágmarka skaðann og meta ástandið. Vonandi skýrist málið betur á morgun og næstu daga, en ljóst er að um mjög alvarlega stöðu er að ræða,” skrifar Vilhjálmur. Um leið bendir hann á að á sama tíma hafi Elkem á Íslandi tilkynnt um samdrátt í framleiðslu sem bæti gráu ofan á svart. „Stóriðjan á Grundartanga skapar um 151 milljarð króna í útflutningstekjur á ári, sem eru tæplega 8% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. Slík starfsemi skiptir því ekki aðeins miklu máli fyrir okkur hér á Akranesi og í nærsveitum, heldur einnig fyrir þjóðarbúið allt. Það er mikilvægt að við stöndum saman, styðjum við starfsfólkið og gerum allt sem hægt er til að tryggja að starfsemin komist sem fyrst aftur í eðlilegt horf.” Rekstraráfall hafi neikvæð áhrif á Eimskip Ljóst er að staðan hefur áhrif víðar í kerfinu en þannig hefur Eimskip sent tilkynningu til Kauphallar þar sem segir að félagið hafi átt í góðum samskiptum við Norðurál vegna takmarkaðrar framleiðslugetu. Þar sem Norðurál sé einn af stærri viðskiptavinum Eimskips sé ljóst að það muni hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Norðurál er einn af stærri viðskiptavinum Eimskips og því mun þetta rekstraráfall hafa neikvæð áhrif á flutningsmagn Eimskips. Á þessari stundu er ekki vitað hve langan tíma tekur að koma framleiðslunni í full afköst. Eimskip mun upplýsa nánar um áhrifin þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en þegar þetta er skrifað má sjá að gengi hlutabréfa í Eimskip hefur í dag lækkað um tæp fimm prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Stóriðja Hvalfjarðarsveit Akranes Áliðnaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma en unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar að því er fram kom í tilkynningu frá Norðuráli í gær. Þá hefur bilunin áhrif á fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við Norðurál en þannig hafa Eimskip tilkynnt til Kauphallar að þetta „rekstraráfall“ hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Allir sem þekkja til vinnu og reksturs álvera vita og átta sig á alvarleikanum þegar búið er að slökkva á jafn stórum hluta kera. Það er morgunljóst að þetta er ekki stöðvun sem eigi sér stað í einhverja nokkra daga eða vikur, heldur miklu umfangsmeira ástand sem mun taka tíma að leysa,” skrifar Vilhjálmur í færslu á Facebook í morgun. Fjölmargir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness hafi haft samband við sig síðastliðinn sólarhring sem sé eðli málsins samkvæmt „bæði óttaslegið og kvíðið yfir stöðunni sem upp er komin.“ Starfsfólk óttast uppsagnir Þess má geta að fréttastofa hefur einnig fengið spurn af því að miklar áhyggjur séu uppi meðal starfsfólks um að fyrirtækið ráðist í stórfelldar uppsagnir til að bregðast við áhrifunum af völdum bilunarinnar, sem óvíst er hve lengi mun vara. Vilhjálmur ítrekar í færslu sinni mikilvægi þess að upplýsingagjöf til starfsmanna „byggist á eins áreiðanlegum og traustum upplýsingum og kostur er, svo hægt sé að tryggja gagnsæi og ró í þessum erfiðu aðstæðum,“ líkt og hann orðar það í færslunni. Stóriðjan á Grundartanga sé lífæð Akurnesinga og þegar þar myndast stífla geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Því þurfi að leggja allt kapp á að koma starfseminni aftur í gang eins fljótt og hægt er. Vona það besta en búa sig undir það versta „Við þurfum að vona það besta, en jafnframt búa okkur undir það versta. Verkalýðsfélag Akraness hefur kallað eftir upplýsingum um stöðuna, en eins og hún er nú eru allir sem vettlingi geta valdið að reyna að lágmarka skaðann og meta ástandið. Vonandi skýrist málið betur á morgun og næstu daga, en ljóst er að um mjög alvarlega stöðu er að ræða,” skrifar Vilhjálmur. Um leið bendir hann á að á sama tíma hafi Elkem á Íslandi tilkynnt um samdrátt í framleiðslu sem bæti gráu ofan á svart. „Stóriðjan á Grundartanga skapar um 151 milljarð króna í útflutningstekjur á ári, sem eru tæplega 8% af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar. Slík starfsemi skiptir því ekki aðeins miklu máli fyrir okkur hér á Akranesi og í nærsveitum, heldur einnig fyrir þjóðarbúið allt. Það er mikilvægt að við stöndum saman, styðjum við starfsfólkið og gerum allt sem hægt er til að tryggja að starfsemin komist sem fyrst aftur í eðlilegt horf.” Rekstraráfall hafi neikvæð áhrif á Eimskip Ljóst er að staðan hefur áhrif víðar í kerfinu en þannig hefur Eimskip sent tilkynningu til Kauphallar þar sem segir að félagið hafi átt í góðum samskiptum við Norðurál vegna takmarkaðrar framleiðslugetu. Þar sem Norðurál sé einn af stærri viðskiptavinum Eimskips sé ljóst að það muni hafa neikvæð áhrif á Eimskip. „Norðurál er einn af stærri viðskiptavinum Eimskips og því mun þetta rekstraráfall hafa neikvæð áhrif á flutningsmagn Eimskips. Á þessari stundu er ekki vitað hve langan tíma tekur að koma framleiðslunni í full afköst. Eimskip mun upplýsa nánar um áhrifin þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir,“ segir meðal annars í tilkynningunni, en þegar þetta er skrifað má sjá að gengi hlutabréfa í Eimskip hefur í dag lækkað um tæp fimm prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Stóriðja Hvalfjarðarsveit Akranes Áliðnaður Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira