Innlent

Fresta fundi til tíu í fyrra­málið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra Vísir/Vilhelm

Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“.

„Þetta er á mjög viðkvæmu stigi. Við erum að reyna að finna leið til að ganga frá þessu.“

Vinnustöðvun sem átti að vera á morgun var aflýst fyrr í dag. Næsta vinnustöðvun er því á föstudag frá klukkan 12 til 17 á Reykjavíkurflugvelli.

„Hún stendur þar til annað kemur í ljós,“ segir Arnar. Hann voni að búið verði að semja fyrir þann tíma.

„Það er mjög hægur gangur á þessu, en gangur.“

Hann segir það hafa verið mat sáttasemjara að halda ekki áfram í kvöld en að boða aftur til fundar í fyrramálið. Deiluaðilum hafi ekki verið sett nein sérstök verkefni nema að finna leið til að halda samtalinu áfram á morgun.


Tengdar fréttir

Aflýsa verkfalli öðru sinni

Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 

„Von­brigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“

Formaður félags flugumferðastjóri segir vonbrigði hve lítið hafi komið út úr fundi félagsins við fulltrúa samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasamjara í gær. Rúmur sólarhringur er þar til næstu verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra hefjast.

Fundi frestað þar til á morgun

Fundi deiluaðila í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hefur verið frestað til klukkan ellefu á morgun. Ríkissáttasemjari frestaði fundi nú klukkan sex í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×