Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. október 2025 21:47 Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, segir staðsetninguna spennandi. Vísir/Anton Brink Niðurrif á Morgunblaðshúsinu hófst í dag. Búist er við því að framkvæmdin taki tvo til þrjá mánuði. Rúmlega fjögur hundruð íbúðir verða byggðar á svæðinu. Fyrstu íbúðir verði afhentar í byrjun 2029 og er stór hluti þeirra um 75 fermetrar að stærð. Gamla Morgunblaðshúsið við Kringluna var byggt árið 1984 og viðbyggingin þar sem prentsmiðjan var árið 1991. Fjölmiðillinn flutti sig í Hádegismóa árið 2006 og síðustu ár hefur byggingin hýst ýmis konar starfsemi, þar á meðal leikskóla, líkamsræktarstöð og háskóla. Fasteignafélagið Reitir vinnur nú að því að reisa 420 íbúða borgarhverfi á reitnum og síðustu vikur hefur undirbúningsvinna fyrir niðurrif hússins farið fram. Niðurrifið sjálft hófst svo í dag. „Það er mikil uppbygging í vændum á þessu svæði. Hér verða byggðar 420 íbúðir, á þessu svæði, og byrjað hérna við Listabraut,“ segir Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, og að hverfið verði fallegt og spennandi. Sjá einnig: Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Vélin sem er notuð í niðurrifið er flutt inn frá Noregi, en teymi sem sérhæfir sig í niðurrifi húsa kom með hana hingað til lands. Vonast er til þess að niðurrifinu verði lokið í janúar og þá geti hverfið farið að rísa. Vélin er flutt inn frá Noregi. Vísir/Anton Brink „Við viljum huga að umhverfinu og vanda til verka þegar kemur að flokkun á úrgangi,“ segir Birgir og að til dæmis verði steypan nýtt í landfyllingu í öðru verkefni sem Reitir vinni að í Mosfellsbæ. Fyrstu íbúðir verði svo afhentar í byrjun 2029. Helmingur þeirra verður 75 fermetrar eða smærri til að mæta mikilli eftirspurn eftir smærri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það kemur til með að setja fallegan blæ á þetta svæði.“ Samkvæmt plani á að afhenda fyrstu íbúðir í upphafi árs 2029.Vísir/Anton Brink Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Tengdar fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. 28. mars 2025 21:00 Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. 21. mars 2022 14:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Gamla Morgunblaðshúsið við Kringluna var byggt árið 1984 og viðbyggingin þar sem prentsmiðjan var árið 1991. Fjölmiðillinn flutti sig í Hádegismóa árið 2006 og síðustu ár hefur byggingin hýst ýmis konar starfsemi, þar á meðal leikskóla, líkamsræktarstöð og háskóla. Fasteignafélagið Reitir vinnur nú að því að reisa 420 íbúða borgarhverfi á reitnum og síðustu vikur hefur undirbúningsvinna fyrir niðurrif hússins farið fram. Niðurrifið sjálft hófst svo í dag. „Það er mikil uppbygging í vændum á þessu svæði. Hér verða byggðar 420 íbúðir, á þessu svæði, og byrjað hérna við Listabraut,“ segir Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Reita, og að hverfið verði fallegt og spennandi. Sjá einnig: Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Vélin sem er notuð í niðurrifið er flutt inn frá Noregi, en teymi sem sérhæfir sig í niðurrifi húsa kom með hana hingað til lands. Vonast er til þess að niðurrifinu verði lokið í janúar og þá geti hverfið farið að rísa. Vélin er flutt inn frá Noregi. Vísir/Anton Brink „Við viljum huga að umhverfinu og vanda til verka þegar kemur að flokkun á úrgangi,“ segir Birgir og að til dæmis verði steypan nýtt í landfyllingu í öðru verkefni sem Reitir vinni að í Mosfellsbæ. Fyrstu íbúðir verði svo afhentar í byrjun 2029. Helmingur þeirra verður 75 fermetrar eða smærri til að mæta mikilli eftirspurn eftir smærri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það kemur til með að setja fallegan blæ á þetta svæði.“ Samkvæmt plani á að afhenda fyrstu íbúðir í upphafi árs 2029.Vísir/Anton Brink
Skipulag Reykjavík Byggingariðnaður Tengdar fréttir Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. 28. mars 2025 21:00 Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. 21. mars 2022 14:01 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. 28. mars 2025 21:00
Stjórnarformaður Reita segir seinagang tefja uppbyggingu á 1100 íbúðum Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita fasteignafélags, telur ámælisvert að ekki sé settur meiri kraftur í afgreiðslu skipulagstillagna svo að hægt sé að bregðast við verulegri vöntun á íbúðarhúsnæði. Þetta kom fram í ávarpi Þórarins á aðalfundi Reita. 21. mars 2022 14:01