„Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2025 11:53 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra Vísir/Vilhelm Formaður félags flugumferðastjóri segir vonbrigði hve lítið hafi komið út úr fundi félagsins við fulltrúa samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasamjara í gær. Rúmur sólarhringur er þar til næstu verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra hefjast. Annað verkfall flugumferðastjóra er áætlað klukkan tvö eftir hádegi á morgun fimmtudag og mun standa yfir til klukkan sjö annað kvöld. Ef af verkfallinu verður mun engin umferð verða leyfð á flugstjórnarsviði Keflavíkurflugvallar á meðan á því stendur. Samtals eru fimmtíu og þrjár komur og brottfarir flugvéla áætlaðar á Keflavíkurflugvelli á meðan verkfallið á að standa yfir og ljóst að það myndi raska áætlunum þúsunda farþega. Smá glufa og því haldið áfram Fundi deiluaðila var frestað í gær en nýr fundur hófst klukkan ellefu í morgun og Arnar Hjálmsson formaður Félags flugumferðastjóra sagði fyrir þann fund að viðræður á fundinum í gær hafi gengið hægt. „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær en samt smá glufa þannig að við ákváðum að halda áfram í dag,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Núna er rúmur sólarhringur til stefnu þar til næstu aðgerðir hefjast, ertu bjartsýnn á að samningar náist? Við erum að vonast til að komast eitthvað áfram núna, það er sameiginlegur fundur klukkan ellefu,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Fara ekki í verkfall að gamni sínu Hann segir að deiluaðilar séu að kasta á milli sín útfærslum og reyna að komast út úr þeirri stöðu sem deilan er í. Hann er ekki smeykur um að lög verði sett á verkfallið og það hafi ekki komið til tals þó möguleikinn sé vissulega til staðar. Umræðan í samfélaginu trufli ekki viðræður. „Hún svo sem hefur engin rosaleg áhrif. Auðvitað heyrum við [ýmislegt] og erum ekkert að fara í neinar vinnustöðvanir að gamni okkar. Það er ekki markmið að fara í vinnustöðvanir til að valda sem mestu tjóni heldur notum við þetta af illri nauðsyn til að reyna að hreyfa við hlutum,“ en bæði Icelandair og Samtök ferðaþjónusunnar hafa gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar harðlega. Samkvæmt Arnari hefur samninganefnd Samtaka atvinnulífsins ekki hafa komið með nýjar hugmyndir að borðinu síðan viðræður hófust á ný. Fundurinn í gær var boðaður eftir að flugumferðastjórar komu með hugmynd inn í viðræðurnar sem talið var að flötur væri fyrir að ræða frekar. „Við áttum von á aðeins meiri og sterkari viðbrögðum og betri. En engu að síður útilokum við ekki neitt og höldum bara áfram,“ sagði Arnar að lokum en hvorki ríkissáttasemjari né formaður samninganefndar SA gáfu kost á viðtali áður en fundur hófst í morgun. Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Annað verkfall flugumferðastjóra er áætlað klukkan tvö eftir hádegi á morgun fimmtudag og mun standa yfir til klukkan sjö annað kvöld. Ef af verkfallinu verður mun engin umferð verða leyfð á flugstjórnarsviði Keflavíkurflugvallar á meðan á því stendur. Samtals eru fimmtíu og þrjár komur og brottfarir flugvéla áætlaðar á Keflavíkurflugvelli á meðan verkfallið á að standa yfir og ljóst að það myndi raska áætlunum þúsunda farþega. Smá glufa og því haldið áfram Fundi deiluaðila var frestað í gær en nýr fundur hófst klukkan ellefu í morgun og Arnar Hjálmsson formaður Félags flugumferðastjóra sagði fyrir þann fund að viðræður á fundinum í gær hafi gengið hægt. „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær en samt smá glufa þannig að við ákváðum að halda áfram í dag,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Núna er rúmur sólarhringur til stefnu þar til næstu aðgerðir hefjast, ertu bjartsýnn á að samningar náist? Við erum að vonast til að komast eitthvað áfram núna, það er sameiginlegur fundur klukkan ellefu,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Fara ekki í verkfall að gamni sínu Hann segir að deiluaðilar séu að kasta á milli sín útfærslum og reyna að komast út úr þeirri stöðu sem deilan er í. Hann er ekki smeykur um að lög verði sett á verkfallið og það hafi ekki komið til tals þó möguleikinn sé vissulega til staðar. Umræðan í samfélaginu trufli ekki viðræður. „Hún svo sem hefur engin rosaleg áhrif. Auðvitað heyrum við [ýmislegt] og erum ekkert að fara í neinar vinnustöðvanir að gamni okkar. Það er ekki markmið að fara í vinnustöðvanir til að valda sem mestu tjóni heldur notum við þetta af illri nauðsyn til að reyna að hreyfa við hlutum,“ en bæði Icelandair og Samtök ferðaþjónusunnar hafa gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar harðlega. Samkvæmt Arnari hefur samninganefnd Samtaka atvinnulífsins ekki hafa komið með nýjar hugmyndir að borðinu síðan viðræður hófust á ný. Fundurinn í gær var boðaður eftir að flugumferðastjórar komu með hugmynd inn í viðræðurnar sem talið var að flötur væri fyrir að ræða frekar. „Við áttum von á aðeins meiri og sterkari viðbrögðum og betri. En engu að síður útilokum við ekki neitt og höldum bara áfram,“ sagði Arnar að lokum en hvorki ríkissáttasemjari né formaður samninganefndar SA gáfu kost á viðtali áður en fundur hófst í morgun.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira