„Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. október 2025 11:53 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra Vísir/Vilhelm Formaður félags flugumferðastjóri segir vonbrigði hve lítið hafi komið út úr fundi félagsins við fulltrúa samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasamjara í gær. Rúmur sólarhringur er þar til næstu verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra hefjast. Annað verkfall flugumferðastjóra er áætlað klukkan tvö eftir hádegi á morgun fimmtudag og mun standa yfir til klukkan sjö annað kvöld. Ef af verkfallinu verður mun engin umferð verða leyfð á flugstjórnarsviði Keflavíkurflugvallar á meðan á því stendur. Samtals eru fimmtíu og þrjár komur og brottfarir flugvéla áætlaðar á Keflavíkurflugvelli á meðan verkfallið á að standa yfir og ljóst að það myndi raska áætlunum þúsunda farþega. Smá glufa og því haldið áfram Fundi deiluaðila var frestað í gær en nýr fundur hófst klukkan ellefu í morgun og Arnar Hjálmsson formaður Félags flugumferðastjóra sagði fyrir þann fund að viðræður á fundinum í gær hafi gengið hægt. „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær en samt smá glufa þannig að við ákváðum að halda áfram í dag,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Núna er rúmur sólarhringur til stefnu þar til næstu aðgerðir hefjast, ertu bjartsýnn á að samningar náist? Við erum að vonast til að komast eitthvað áfram núna, það er sameiginlegur fundur klukkan ellefu,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Fara ekki í verkfall að gamni sínu Hann segir að deiluaðilar séu að kasta á milli sín útfærslum og reyna að komast út úr þeirri stöðu sem deilan er í. Hann er ekki smeykur um að lög verði sett á verkfallið og það hafi ekki komið til tals þó möguleikinn sé vissulega til staðar. Umræðan í samfélaginu trufli ekki viðræður. „Hún svo sem hefur engin rosaleg áhrif. Auðvitað heyrum við [ýmislegt] og erum ekkert að fara í neinar vinnustöðvanir að gamni okkar. Það er ekki markmið að fara í vinnustöðvanir til að valda sem mestu tjóni heldur notum við þetta af illri nauðsyn til að reyna að hreyfa við hlutum,“ en bæði Icelandair og Samtök ferðaþjónusunnar hafa gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar harðlega. Samkvæmt Arnari hefur samninganefnd Samtaka atvinnulífsins ekki hafa komið með nýjar hugmyndir að borðinu síðan viðræður hófust á ný. Fundurinn í gær var boðaður eftir að flugumferðastjórar komu með hugmynd inn í viðræðurnar sem talið var að flötur væri fyrir að ræða frekar. „Við áttum von á aðeins meiri og sterkari viðbrögðum og betri. En engu að síður útilokum við ekki neitt og höldum bara áfram,“ sagði Arnar að lokum en hvorki ríkissáttasemjari né formaður samninganefndar SA gáfu kost á viðtali áður en fundur hófst í morgun. Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Annað verkfall flugumferðastjóra er áætlað klukkan tvö eftir hádegi á morgun fimmtudag og mun standa yfir til klukkan sjö annað kvöld. Ef af verkfallinu verður mun engin umferð verða leyfð á flugstjórnarsviði Keflavíkurflugvallar á meðan á því stendur. Samtals eru fimmtíu og þrjár komur og brottfarir flugvéla áætlaðar á Keflavíkurflugvelli á meðan verkfallið á að standa yfir og ljóst að það myndi raska áætlunum þúsunda farþega. Smá glufa og því haldið áfram Fundi deiluaðila var frestað í gær en nýr fundur hófst klukkan ellefu í morgun og Arnar Hjálmsson formaður Félags flugumferðastjóra sagði fyrir þann fund að viðræður á fundinum í gær hafi gengið hægt. „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær en samt smá glufa þannig að við ákváðum að halda áfram í dag,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Núna er rúmur sólarhringur til stefnu þar til næstu aðgerðir hefjast, ertu bjartsýnn á að samningar náist? Við erum að vonast til að komast eitthvað áfram núna, það er sameiginlegur fundur klukkan ellefu,“ sagði Arnar í samtali við fréttastofu í morgun. Fara ekki í verkfall að gamni sínu Hann segir að deiluaðilar séu að kasta á milli sín útfærslum og reyna að komast út úr þeirri stöðu sem deilan er í. Hann er ekki smeykur um að lög verði sett á verkfallið og það hafi ekki komið til tals þó möguleikinn sé vissulega til staðar. Umræðan í samfélaginu trufli ekki viðræður. „Hún svo sem hefur engin rosaleg áhrif. Auðvitað heyrum við [ýmislegt] og erum ekkert að fara í neinar vinnustöðvanir að gamni okkar. Það er ekki markmið að fara í vinnustöðvanir til að valda sem mestu tjóni heldur notum við þetta af illri nauðsyn til að reyna að hreyfa við hlutum,“ en bæði Icelandair og Samtök ferðaþjónusunnar hafa gagnrýnt verkfallsaðgerðirnar harðlega. Samkvæmt Arnari hefur samninganefnd Samtaka atvinnulífsins ekki hafa komið með nýjar hugmyndir að borðinu síðan viðræður hófust á ný. Fundurinn í gær var boðaður eftir að flugumferðastjórar komu með hugmynd inn í viðræðurnar sem talið var að flötur væri fyrir að ræða frekar. „Við áttum von á aðeins meiri og sterkari viðbrögðum og betri. En engu að síður útilokum við ekki neitt og höldum bara áfram,“ sagði Arnar að lokum en hvorki ríkissáttasemjari né formaður samninganefndar SA gáfu kost á viðtali áður en fundur hófst í morgun.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira