Innlent

Fanga­vörður rekinn fyrir að stela af fanga

Árni Sæberg skrifar
Fangelsið Litla-Hraun á Eyrarbakka. 
Fangelsið Litla-Hraun á Eyrarbakka.  Vísir/Vilhelm

Fangaverði við Fangelsið Litla-Hraun hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.

Í fréttatilkynningu frá Fangelsismálastofnun segir að upp hafi komist um þjófnaðinn föstudaginn 17. október síðastliðinn, þegar í ljós hafi komið að munur í eigu fanga reyndist hafa verið í vörslum starfsmannsins án vitneskju annarra.

Í kjölfar þessa hafi verið ákveðið að víkja fangaverðinum frá störfum. Málið hafi jafnframt verið tilkynnt til lögreglu.

Vegna persónuverndar og rannsóknarhagsmuna verði ekki veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×