Lífið að veði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 19:31 Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun