Vandinn er ekki bara hægrið heldur hækjur þess Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. janúar 2021 12:45 Samkvæmt MMR & Gallup er hreina hægrið með 42-43% fylgi. Sjá hér: MMR, hægrið: 41,8% Sjálfstæðisflokkur: 24,4% Miðflokkur: 8,6% Viðreisn: 8,8% Gallup, hægrið: 42,8% Sjálfstæðisflokkur: 23,7% Miðflokkur: 9,1% Viðreisn: 10,0% Fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks er læst saman, þegar Miðflokkur stækkar minnkar Sjálfstæðisflokkurinn og öfugt. Í raun er þetta sami flokkurinn, sækir fylgi til sama fólksins. Þó ekki að öllu leyti; þannig að allir sem lyst hafa á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn geti kosið Sigmund Davíð & co. En þetta er sama mengið, Miðflokkurinn er hlutmengi Sjálfstæðisflokksins. Svik við kjósendur Viðreisn telur sig eiga sóknarfæri út fyrir þessa hægri búbblu, að flokkurinn geti skilið sig frá Samfylkingunni (sem hefur sætt sig við að vera einskonar síamstvíburi hins óða nýfrjálshyggjuflokks Viðreisnar) á síðustu mánuðum kosningabaráttunnar og náð fylgi fyrir svo sem einum þingmanni frá fólki sem skilgreinir sig sem frjálslynda miðju. En heilt yfir nær hægrið ekki mikið ofar en þetta. Á góðum degi munu þessir flokkar fá samanlagt 40%. Á vondum degi 45%. En hægrið mun aldrei ná meirihluta í kosningum á Íslandi. Íslendingar eru nefnilega félagshyggju- og jafnaðarfólk (lesist: sósíalistar) upp til hópa. Ástæða þess að félagshyggjan og jafnaðarmennskan (lesist: sósíalisminn) hefur ekki haft meiri áhrif á Íslandi er að forysta þeirra flokka sem félagshyggju- og jafnaðarfólkið (lesist: sósíalistarnir) kýs beygir sig undir kröfu auðvaldsins: Að hér verði ekkert gert sem auðvaldið sættir sig ekki við. Forysta þessara flokka telur að valið sé á milli þess að vera í ríkisstjórn sem mætir harðri stjórnarandstöðu auðvaldsins (sem á alla fjölmiðla og stýrir sterkustu áróðursmaskínunum) eða fara í skjólið innan ríkisstjórnar auðvaldsflokkanna (sögulega er það xD). Það er því innbyggt í vinstrið að svíkja kjósendur sína, félagshyggju- og jafnaðarfólkið (lesist: sósíalistana); forystan stundar stjórnmálin til að þóknast auðvaldinu, sem er höfuðandstæðingur almennings og þá sérstaklega félagshyggju- og jafnaðarfólks (lesist: sósíalistana). Kosið til vinstri en stjórn til hægri Áróður hinna ríku gegn frelsis- og réttindabaráttu hinna fátæku og valdalausu hefur verið svo heiftarlegur svo lengi að forysta félagshyggju- og jafnaðarflokka (lesist: sósíalistaflokka) afneitar kjarna þessarar baráttu, beygir sig undir auðvaldið og aðlagar kröfur sinnar grasrótar að sölum hinna ríku, kúgara þess fólks sem kýs þessa flokka. Af þessum sökum er mikilvægt að vinna aftur þau hugtök sem hin kúguðu þurfa að nota í baráttu sinni: Stéttabarátta, arðrán, auðvald, verkalýður og svo framvegis. En til viðbótar við hægrið verðum við því að skoða hækjur þess. Fylgi þeirra er svona samkvæmt MMR & Gallup: MMR, hægri hækjur: 20,0% VG: 10,9% Framsókn: 9,1% Gallup, hægri hækjur: 20,0% VG: 11,7% Framsókn: 8,3% Kjósendur þessara flokka kjósa til vinstri en fá stjórn til hægri. Framsókn hefur látið svona áratugum saman en VG fyrst og fremst síðustu ár. Forysta þessara flokka er meginástæða þess í dag að félagshyggju- og jafnaðarfólkið (lesist: sósíalistarnir), sem eru meirihluti almennings, fær ekki þau stjórnvöld og ekki þá stefnu sem þeir vilja og eiga skilið. Forysta Alþýðuflokksins og síðar Samfylkingarinnar var í þessu hlutverki forystu VG á síðustu öld og fram til þess, en í dag er það fyrst og fremst forysta VG og Framsóknar sem er hindrunin fyrir því að almenningur fái þá samfélagsþróun sem meirihlutinn vill. Að grasrótin sprengi af sér forystu VG og Framsóknar Gagnvart þessu eru tvær lausnir: Annars vegar að þurrka þessa flokka út í kosningum svo engri forystu þeirra flokka sem sækir fylgi til félagshyggju- og jafnaðarfólks (lesist: sósíalista) muni leyfast framar að svíkja kjósendur sína. Vandinn er í raun ekki fylgi hægrisins. Það er ekkert undarlegt að það sé með um 40% fylgi, í ljósi þess að það hefur haldið völdum svo til allan lýðveldistímann og sveigt allt samfélagið að sjálfum sér og beitt valdi sínu miskunnarlaust gagnvart andstæðingum sínum, náð undir sig fjölmiðlum og almennri umræðu og svo framvegis. Vandinn er forysta þessara flokka, VG og Framsóknar í dag, sem höfða til félagshyggju- og jafnaðarfólks (lesist: sósíalista) í aðdraganda kosninga en gefa síðan auðvaldinu þetta fylgi eftir kosningar. Þið eigið því ekki að hneykslast á að Sjálfstæðisflokkurinn fái 20-25% fylgi í könnunum. Þið eigið að hneykslast á að VG og Framsókn fái 20%. Hvað er að því fólki sem segist ætla að kjósa þessa tvo flokka? Hinn kosturinn er að grasrót VG og Framsóknar sprengi af sér forystuna. Hvers vegna á félagshyggju- og jafnaðarfólk (lesist: sósíalistar) að sætta sig við forystu sem ber auðvaldið til valda? Ykkur finnst kannski skrítið að ég tali svona um kjósendur Framsóknar, en stór hluti þeirra er samvinnufólk, sem í grunninn er sósíalískt, félagshyggju- og jafnaðarfólk, þótt arfleið flokksins banni honum að tala út frá þessum staðreyndum. Breiðfylking gegn alræði auðvaldsins Komandi kosningar munu snúast um þessar víglínur. Ætlum við enn og aftur, áfram og endalaust, að sætta okkur við alræði auðvaldsins? Næstu kosningar verða um réttlæti, hvort við eigum að byggja hér upp réttlátt samfélag. Til að það geti gerst þurfa sósíalistar að stilla sér svo upp og heyja baráttu sína svo að þeir geti dregið til sín fylgi sem á vondum degi myndi kjósa VG, Framsókn eða sitja bara heima. Kosningarnar munu snúast um breiðfylkingu gegn alræði auðvaldsins, gegn eyðileggingaráhrifum nýfrjálshyggjunnar og með völdum almennings yfir eigin lífi, eigin samfélagi og eigin framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt MMR & Gallup er hreina hægrið með 42-43% fylgi. Sjá hér: MMR, hægrið: 41,8% Sjálfstæðisflokkur: 24,4% Miðflokkur: 8,6% Viðreisn: 8,8% Gallup, hægrið: 42,8% Sjálfstæðisflokkur: 23,7% Miðflokkur: 9,1% Viðreisn: 10,0% Fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks er læst saman, þegar Miðflokkur stækkar minnkar Sjálfstæðisflokkurinn og öfugt. Í raun er þetta sami flokkurinn, sækir fylgi til sama fólksins. Þó ekki að öllu leyti; þannig að allir sem lyst hafa á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn geti kosið Sigmund Davíð & co. En þetta er sama mengið, Miðflokkurinn er hlutmengi Sjálfstæðisflokksins. Svik við kjósendur Viðreisn telur sig eiga sóknarfæri út fyrir þessa hægri búbblu, að flokkurinn geti skilið sig frá Samfylkingunni (sem hefur sætt sig við að vera einskonar síamstvíburi hins óða nýfrjálshyggjuflokks Viðreisnar) á síðustu mánuðum kosningabaráttunnar og náð fylgi fyrir svo sem einum þingmanni frá fólki sem skilgreinir sig sem frjálslynda miðju. En heilt yfir nær hægrið ekki mikið ofar en þetta. Á góðum degi munu þessir flokkar fá samanlagt 40%. Á vondum degi 45%. En hægrið mun aldrei ná meirihluta í kosningum á Íslandi. Íslendingar eru nefnilega félagshyggju- og jafnaðarfólk (lesist: sósíalistar) upp til hópa. Ástæða þess að félagshyggjan og jafnaðarmennskan (lesist: sósíalisminn) hefur ekki haft meiri áhrif á Íslandi er að forysta þeirra flokka sem félagshyggju- og jafnaðarfólkið (lesist: sósíalistarnir) kýs beygir sig undir kröfu auðvaldsins: Að hér verði ekkert gert sem auðvaldið sættir sig ekki við. Forysta þessara flokka telur að valið sé á milli þess að vera í ríkisstjórn sem mætir harðri stjórnarandstöðu auðvaldsins (sem á alla fjölmiðla og stýrir sterkustu áróðursmaskínunum) eða fara í skjólið innan ríkisstjórnar auðvaldsflokkanna (sögulega er það xD). Það er því innbyggt í vinstrið að svíkja kjósendur sína, félagshyggju- og jafnaðarfólkið (lesist: sósíalistana); forystan stundar stjórnmálin til að þóknast auðvaldinu, sem er höfuðandstæðingur almennings og þá sérstaklega félagshyggju- og jafnaðarfólks (lesist: sósíalistana). Kosið til vinstri en stjórn til hægri Áróður hinna ríku gegn frelsis- og réttindabaráttu hinna fátæku og valdalausu hefur verið svo heiftarlegur svo lengi að forysta félagshyggju- og jafnaðarflokka (lesist: sósíalistaflokka) afneitar kjarna þessarar baráttu, beygir sig undir auðvaldið og aðlagar kröfur sinnar grasrótar að sölum hinna ríku, kúgara þess fólks sem kýs þessa flokka. Af þessum sökum er mikilvægt að vinna aftur þau hugtök sem hin kúguðu þurfa að nota í baráttu sinni: Stéttabarátta, arðrán, auðvald, verkalýður og svo framvegis. En til viðbótar við hægrið verðum við því að skoða hækjur þess. Fylgi þeirra er svona samkvæmt MMR & Gallup: MMR, hægri hækjur: 20,0% VG: 10,9% Framsókn: 9,1% Gallup, hægri hækjur: 20,0% VG: 11,7% Framsókn: 8,3% Kjósendur þessara flokka kjósa til vinstri en fá stjórn til hægri. Framsókn hefur látið svona áratugum saman en VG fyrst og fremst síðustu ár. Forysta þessara flokka er meginástæða þess í dag að félagshyggju- og jafnaðarfólkið (lesist: sósíalistarnir), sem eru meirihluti almennings, fær ekki þau stjórnvöld og ekki þá stefnu sem þeir vilja og eiga skilið. Forysta Alþýðuflokksins og síðar Samfylkingarinnar var í þessu hlutverki forystu VG á síðustu öld og fram til þess, en í dag er það fyrst og fremst forysta VG og Framsóknar sem er hindrunin fyrir því að almenningur fái þá samfélagsþróun sem meirihlutinn vill. Að grasrótin sprengi af sér forystu VG og Framsóknar Gagnvart þessu eru tvær lausnir: Annars vegar að þurrka þessa flokka út í kosningum svo engri forystu þeirra flokka sem sækir fylgi til félagshyggju- og jafnaðarfólks (lesist: sósíalista) muni leyfast framar að svíkja kjósendur sína. Vandinn er í raun ekki fylgi hægrisins. Það er ekkert undarlegt að það sé með um 40% fylgi, í ljósi þess að það hefur haldið völdum svo til allan lýðveldistímann og sveigt allt samfélagið að sjálfum sér og beitt valdi sínu miskunnarlaust gagnvart andstæðingum sínum, náð undir sig fjölmiðlum og almennri umræðu og svo framvegis. Vandinn er forysta þessara flokka, VG og Framsóknar í dag, sem höfða til félagshyggju- og jafnaðarfólks (lesist: sósíalista) í aðdraganda kosninga en gefa síðan auðvaldinu þetta fylgi eftir kosningar. Þið eigið því ekki að hneykslast á að Sjálfstæðisflokkurinn fái 20-25% fylgi í könnunum. Þið eigið að hneykslast á að VG og Framsókn fái 20%. Hvað er að því fólki sem segist ætla að kjósa þessa tvo flokka? Hinn kosturinn er að grasrót VG og Framsóknar sprengi af sér forystuna. Hvers vegna á félagshyggju- og jafnaðarfólk (lesist: sósíalistar) að sætta sig við forystu sem ber auðvaldið til valda? Ykkur finnst kannski skrítið að ég tali svona um kjósendur Framsóknar, en stór hluti þeirra er samvinnufólk, sem í grunninn er sósíalískt, félagshyggju- og jafnaðarfólk, þótt arfleið flokksins banni honum að tala út frá þessum staðreyndum. Breiðfylking gegn alræði auðvaldsins Komandi kosningar munu snúast um þessar víglínur. Ætlum við enn og aftur, áfram og endalaust, að sætta okkur við alræði auðvaldsins? Næstu kosningar verða um réttlæti, hvort við eigum að byggja hér upp réttlátt samfélag. Til að það geti gerst þurfa sósíalistar að stilla sér svo upp og heyja baráttu sína svo að þeir geti dregið til sín fylgi sem á vondum degi myndi kjósa VG, Framsókn eða sitja bara heima. Kosningarnar munu snúast um breiðfylkingu gegn alræði auðvaldsins, gegn eyðileggingaráhrifum nýfrjálshyggjunnar og með völdum almennings yfir eigin lífi, eigin samfélagi og eigin framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar