Sálfræðiþjónusta fyrir alla Emilía Björt Írisardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:35 Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun