Ekki alltaf unnt að eyða hálku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2020 20:00 G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar Skjáskot úr frétt Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vegagerðinni barst ábending um hættulegar aðstæður skömmu áður en að alvarlegt slys varð á Skeiðarársandi í vikunni. Víðast hvar er ástandið um þessar mundir með því móti að ekki er unnt að eyða hálku á vegum. Vegfarendur verði því oft á tíðum að búast við hálku og fara varlega. Þetta segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Varað er við flughálku víða um land.Á mbl.is í gær var greint frá atvinnubílstjóra sem gerði Vegagerðinni viðvart um mikla hálku á þjóðveginum við Skeiðarársand á föstudag. Lýsti hann hálkunni sem manndrápshálku. Nokkrum klukkustundum eftir að hann gerði Vegagerðinni viðvart um hálkuna miklu varð alvarlegt bílslys á sama vegi. Sjö manns slösuðust þar af tvö börn alvarlega. Bílsjórinn segist ekki efast um að orsök slyssins hafi verið flughálka á veginum. Kom bílstjórinn að slysinu og undrar hann sig á því hvers vegna Vegagerðin hafi ekki brugðist við ábendingu hans. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að tæki Vegagerðarinnar hafi farið á svæðið um morguninn og hálkuvarið veginn. „Síðan greinilega gerist það mjög snöggt að hálkan breytist í flughálku og það er það sem bílstjórinn verður var við. Það er einfaldlega þannig að þetta er gríðarlega langur kafli sem verður í því ástandi að það er flughálka og við ráðum ekki við að lagfæra það ástand eða breyta því ástandi á mjög skömmum tíma,“ Sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vegakerfið er þrettán þúsund kílómetrar. Þar af eru rúmlega fimm þúsund kílómetrar í vetrarþjónustu. Af þessum fimm þúsund kílómetrum eru á milli tólf og þrettán hundruð hálkuvarðir, mest megnis í Reykjavík þar sem umferðin er hvað þéttust og er því reynt að hafa hálkulaust ástand. „Víða úti á landi er ástandið þannig að við getum ekki eytt allri hálku. Vegfarendur þurfa því að búast við að það sé oft á tíðum hálka. Við tökum mark á því sem fólk segir þegar það hringir inn, sérstaklega þegar það er að lýsa ástandi sem er öðruvísi en við höfum skráð. Þá athugum við þær ábendingar eins og við getum,“ sagði G. Pétur. Hann segir að ferðamenn geri sér ekki grein fyrir færðinni hér á landi. „Ég held að Íslendingar séu mjög vel meðvitaðir um hálku og einfaldlega að keyra eftir aðstæðum. Okkar vandamál er að ferðamenn þekkja ekki þetta ástand og þeir gera sér alls ekki grein fyrir því að á mjög stuttum tíma getur ástandið breyst úr því að vera þokkalegt í að vera hættulegt.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira