Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2025 15:59 Karlmaðurinn lést fyrr á árinu eftir að hafa glímt við Alzheimer-sjúkdóminn. Vísir/Lýður Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar. Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar.
Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira