Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 21:56 Steinunn Þórðardóttir ræddi um einmanaleika og heilabilun í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Þekktir áhættuþættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira