Innlent

Yfir hring­torg og í undir­göng gangandi veg­far­enda

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúar hafa áhyggjur af fjölda slíkra slysa.
Íbúar hafa áhyggjur af fjölda slíkra slysa.

Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu.

Mynd af jeppanum þar sem hann liggur að hluta í undirgöngunum er birt inni á íbúahópi Norðlingaholts á Facebook. „Þetta gerðist við undirgöngin austan við Olís í morgun. Þetta er í að minnsta kosti þriðja sinn á frekar skömmum tíma sem bíll húrrar niður af Suðurlandsvegi og út á göngustíga hér við hverfið,“ skrifar íbúi sem birtir myndina.

„Enda stíganetið við stofnleiðirnar víða hannað þannig að stígar liggja meðfram vegunum og um leið fyrir neðan þá. Allir bílar sem fara út af veginum enda því á stígunum. Þetta er galin og óþolandi hætta gagnvart gangandi og hjólandi.“

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst umferðarlögreglu tilkynning um að ökutæki hafi verið skilið eftir við göngin eftir umferðaróhapp. Bílnum var ekið vestur eftir Suðurlandsvegi í átt til Reykjavíkur og svo yfir hringtorg og hafnaði hann út yfir vegi hinumegin og endaði í jarðgöngum vestan við hringtorgið. Bíllinn var fjarlægður, lögreglu var ekki kunnugt um slys á fólki. Ekki sé algengt að slík slys verði en að það hafi komið fyrir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×