Fer ekki í formanninn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 17:09 Einar Þorsteinsson beinir sjónum að borgarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Lýður Valberg Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. „Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44