Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:40 Jana Salóma vill halda áfram að vera bæjarfulltrúi fyrir Vinstri græn á Akureyri. Aðsend Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins. Jana greinir frá þessu í færslu á Facebook og segir þar hafa fengið spurningar um framboð oft undanfarið, um það hvort flokkurinn ætli að bjóða fram á Akureyri og hvort hún ætli fram. „Svörin við þessu eru einföld, já og já. Vinstrihreyfingin-grænt framboð er enn lifandi stjórnmálaafl þó að það hafi dottið af þingi. Í dag eigum við sveitarstjórnarfulltrúa víðs vegar um landið og á flestum stöðum ætlum við okkur að halda þeim og bjóða fram í svipaðri mynd og áður til að stuðla að auknum jöfnuði, náttúruvernd og kvenfrelsi,“ segir Jana Salóme í færslunni. Hún segir flokkinn merkja hægrisveiflu í samfélaginu, að viðhorf til jafnréttis fari versnandi og að umhverfis- og náttúruvernd séu ekki í tísku. „Þess vegna tel ég VG enn vera nauðsynlegt stjórnmálaafl á landsvísu og þess vegna vil ég leiða lista VG á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nærþjónustan skiptir okkur öll máli og við þurfum að nota okkar sameiginlegu sjóði í að auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja góða þjónustu,“ segir hún í færslunni. Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir formaður flokksins segir mörg svæðisfélög nú vinna að því að taka ákvörðun um framboð og það liggi fyrir ákvörðun í einhverjum sveitarfélögum en ekki öllum. „Fólk er að byrja að skoða þetta,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu og að til dæmis hafi þegar verið tekin ákvörðun um framboð í Hafnafirði. Engin ákvörðun tekin enn um sameiginlegt framboð í Reykjavík Þá segir hún einnig samtöl í gangi víða um land um sameiginleg framboð. Hvað varðar Reykjavík segir hún ákveðið að bjóða fram þar en segir enn opið hvort það verði sameiginlegt framboð eða þau bjóði sjálf fram. Fjallað hefur verið um það í ár að Píratar, Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn, eða Sanna Magdalena, bjóði saman fram. Svandís segir stefnumótun hafna hjá Vinstri grænum í Reykjavik og sem dæmi sé fundur á morgun um stefnumótun í umhverfis- og skipulagsmálum. Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Tengdar fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. 4. nóvember 2025 06:47 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Jana greinir frá þessu í færslu á Facebook og segir þar hafa fengið spurningar um framboð oft undanfarið, um það hvort flokkurinn ætli að bjóða fram á Akureyri og hvort hún ætli fram. „Svörin við þessu eru einföld, já og já. Vinstrihreyfingin-grænt framboð er enn lifandi stjórnmálaafl þó að það hafi dottið af þingi. Í dag eigum við sveitarstjórnarfulltrúa víðs vegar um landið og á flestum stöðum ætlum við okkur að halda þeim og bjóða fram í svipaðri mynd og áður til að stuðla að auknum jöfnuði, náttúruvernd og kvenfrelsi,“ segir Jana Salóme í færslunni. Hún segir flokkinn merkja hægrisveiflu í samfélaginu, að viðhorf til jafnréttis fari versnandi og að umhverfis- og náttúruvernd séu ekki í tísku. „Þess vegna tel ég VG enn vera nauðsynlegt stjórnmálaafl á landsvísu og þess vegna vil ég leiða lista VG á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nærþjónustan skiptir okkur öll máli og við þurfum að nota okkar sameiginlegu sjóði í að auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja góða þjónustu,“ segir hún í færslunni. Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir formaður flokksins segir mörg svæðisfélög nú vinna að því að taka ákvörðun um framboð og það liggi fyrir ákvörðun í einhverjum sveitarfélögum en ekki öllum. „Fólk er að byrja að skoða þetta,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu og að til dæmis hafi þegar verið tekin ákvörðun um framboð í Hafnafirði. Engin ákvörðun tekin enn um sameiginlegt framboð í Reykjavík Þá segir hún einnig samtöl í gangi víða um land um sameiginleg framboð. Hvað varðar Reykjavík segir hún ákveðið að bjóða fram þar en segir enn opið hvort það verði sameiginlegt framboð eða þau bjóði sjálf fram. Fjallað hefur verið um það í ár að Píratar, Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn, eða Sanna Magdalena, bjóði saman fram. Svandís segir stefnumótun hafna hjá Vinstri grænum í Reykjavik og sem dæmi sé fundur á morgun um stefnumótun í umhverfis- og skipulagsmálum.
Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Tengdar fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. 4. nóvember 2025 06:47 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. 4. nóvember 2025 06:47
Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18