Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:40 Jana Salóma vill halda áfram að vera bæjarfulltrúi fyrir Vinstri græn á Akureyri. Aðsend Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins. Jana greinir frá þessu í færslu á Facebook og segir þar hafa fengið spurningar um framboð oft undanfarið, um það hvort flokkurinn ætli að bjóða fram á Akureyri og hvort hún ætli fram. „Svörin við þessu eru einföld, já og já. Vinstrihreyfingin-grænt framboð er enn lifandi stjórnmálaafl þó að það hafi dottið af þingi. Í dag eigum við sveitarstjórnarfulltrúa víðs vegar um landið og á flestum stöðum ætlum við okkur að halda þeim og bjóða fram í svipaðri mynd og áður til að stuðla að auknum jöfnuði, náttúruvernd og kvenfrelsi,“ segir Jana Salóme í færslunni. Hún segir flokkinn merkja hægrisveiflu í samfélaginu, að viðhorf til jafnréttis fari versnandi og að umhverfis- og náttúruvernd séu ekki í tísku. „Þess vegna tel ég VG enn vera nauðsynlegt stjórnmálaafl á landsvísu og þess vegna vil ég leiða lista VG á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nærþjónustan skiptir okkur öll máli og við þurfum að nota okkar sameiginlegu sjóði í að auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja góða þjónustu,“ segir hún í færslunni. Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir formaður flokksins segir mörg svæðisfélög nú vinna að því að taka ákvörðun um framboð og það liggi fyrir ákvörðun í einhverjum sveitarfélögum en ekki öllum. „Fólk er að byrja að skoða þetta,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu og að til dæmis hafi þegar verið tekin ákvörðun um framboð í Hafnafirði. Engin ákvörðun tekin enn um sameiginlegt framboð í Reykjavík Þá segir hún einnig samtöl í gangi víða um land um sameiginleg framboð. Hvað varðar Reykjavík segir hún ákveðið að bjóða fram þar en segir enn opið hvort það verði sameiginlegt framboð eða þau bjóði sjálf fram. Fjallað hefur verið um það í ár að Píratar, Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn, eða Sanna Magdalena, bjóði saman fram. Svandís segir stefnumótun hafna hjá Vinstri grænum í Reykjavik og sem dæmi sé fundur á morgun um stefnumótun í umhverfis- og skipulagsmálum. Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Tengdar fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. 4. nóvember 2025 06:47 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Jana greinir frá þessu í færslu á Facebook og segir þar hafa fengið spurningar um framboð oft undanfarið, um það hvort flokkurinn ætli að bjóða fram á Akureyri og hvort hún ætli fram. „Svörin við þessu eru einföld, já og já. Vinstrihreyfingin-grænt framboð er enn lifandi stjórnmálaafl þó að það hafi dottið af þingi. Í dag eigum við sveitarstjórnarfulltrúa víðs vegar um landið og á flestum stöðum ætlum við okkur að halda þeim og bjóða fram í svipaðri mynd og áður til að stuðla að auknum jöfnuði, náttúruvernd og kvenfrelsi,“ segir Jana Salóme í færslunni. Hún segir flokkinn merkja hægrisveiflu í samfélaginu, að viðhorf til jafnréttis fari versnandi og að umhverfis- og náttúruvernd séu ekki í tísku. „Þess vegna tel ég VG enn vera nauðsynlegt stjórnmálaafl á landsvísu og þess vegna vil ég leiða lista VG á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nærþjónustan skiptir okkur öll máli og við þurfum að nota okkar sameiginlegu sjóði í að auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja góða þjónustu,“ segir hún í færslunni. Svandís Svavarsdóttir Svandís Svavarsdóttir formaður flokksins segir mörg svæðisfélög nú vinna að því að taka ákvörðun um framboð og það liggi fyrir ákvörðun í einhverjum sveitarfélögum en ekki öllum. „Fólk er að byrja að skoða þetta,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu og að til dæmis hafi þegar verið tekin ákvörðun um framboð í Hafnafirði. Engin ákvörðun tekin enn um sameiginlegt framboð í Reykjavík Þá segir hún einnig samtöl í gangi víða um land um sameiginleg framboð. Hvað varðar Reykjavík segir hún ákveðið að bjóða fram þar en segir enn opið hvort það verði sameiginlegt framboð eða þau bjóði sjálf fram. Fjallað hefur verið um það í ár að Píratar, Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn, eða Sanna Magdalena, bjóði saman fram. Svandís segir stefnumótun hafna hjá Vinstri grænum í Reykjavik og sem dæmi sé fundur á morgun um stefnumótun í umhverfis- og skipulagsmálum.
Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyri Tengdar fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. 4. nóvember 2025 06:47 Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. 4. nóvember 2025 06:47
Jana Salóme og Steinar höfðu betur á landsfundi VG Jana Salóme Ingibjargar og Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var rétt í þessu kjörin ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og hafði með því betur gegn Sigríði Gísladóttur, formanni VG á Vestfjörðum. Þá skákaði Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri, Líf Magneudóttur borgarfulltrúa í baráttunni um stöðu gjaldkera. 18. mars 2023 16:18