„Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 08:30 Cenk Tosun hefur hér tekið utan um Andre Gomes á meðan aðrir átta sig á alvarleika meiðslanna. Getty/Robbie Jay Barratt Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. Andre Gomes fer í aðgerð í dag eftir að hafa meiðst mjög illa á hægri ökkla í leik Everton og Tottenham á Goodison Park í gær. Andre Gomes fór úr ökklalið og ökklabrotnaði. Tottenham-maðurinn Son Heung-min fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið og fór grátandi af velli. Einn af þeim sem kom til Andre Gomes strax eftir atvikið var tyrkneski framherjinn Cenk Tosun sem var nýkominn inn á sem varamaður. Cenk Tosun átti seinna eftir að tryggja Everton jafntefli með marki í uppbótatíma.Everton midfielder Andre Gomes will have surgery today after suffering a horrific ankle injury in Sunday's Premier League match against Tottenham. More https://t.co/kAr7QZYGnSpic.twitter.com/JK4UmJdmd2 — BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2019Cenk Tosun lýsti sinni upplifun af meiðslum Andre Gomes í viðtali við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Það eru allir leiðir inn í sér. Sumir leikmenn fóru næstum því að gráta,“ sagði Cenk Tosun. „Andre var í sjokki. Augu hans voru svo galopin. Hann var grátandi, hrópandi og öskrandi,“ sagði Tosun. „Ég reyndi bara að halda utan um hann og tala við hann. Ég sagði honum að reyna að vera rólegur. Við skildum samt ekki hvað hann var að segja,“ sagði Tosun. Cenk Tosun tjáði sig líka um atvikið á Instagram-reikningi sínum. „Þú vinnur, þú gerir jafntefli eða þú tapar. Það skiptir hins vegar engu máli þegar svona gerist. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki skorað. Ég vildi óska að við hefðum tapað 5-0 og að þetta hefði ekki gerst. Ég veit samt að þú kemur sterkari til baka Andre og við verðum hér til að styðja þig,“ skrifaði Cenk Tosun. View this post on InstagramYou win, you draw, you lose but all that doesn’t matter when something like this happens. I wish I didn’t score, I wish we lost 0-5 and this didn’t happen. I know you will come back stronger bro and we will be there for you @aftgomes21 Kazanırsın, kaybedersin ama böyle bir şey olunca hiçbir şeyin önemi yok. Keşke gol atmasaydım, keşke maçı 0-5 kaybetseydik ama böyle bir olay yaşanmasaydı. Biliyorum daha güçlü döneceksin kardeşim ve bu yolda biz senin daima yanında olacağız @aftgomes21 A post shared by Cenk Tosun (@cenktosun14) on Nov 3, 2019 at 11:11am PST Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði leikmönnum sínum fyrir viðbrögð sín inn á vellinum. „Þetta var skelfileg stund fyrir okkur og okkar lið. Þetta snerist um meira en bara fótboltaleik,“ sagði Marco Silva. „Við munum gefa Andre og fjölskyldu hans allan okkar stuðning. Við sem hópur verðum að standa þétt saman og sýna þann anda sem við sýndum eftir atvikið,“ sagði Marco Silva. „Leikmenn okkar eru leiðir núna. Þetta var erfið stund í búningsklefanum og erfið stund fyrir Andre. Hann er mjög illa meiddur en ég er hundrað prósent viss um að Andre kemur sterkari til baka, bæði sem fótboltamaður og sem manneskja. Hann er frábær drengur og frábær fagmaður,“ sagði Marco Silva. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. Andre Gomes fer í aðgerð í dag eftir að hafa meiðst mjög illa á hægri ökkla í leik Everton og Tottenham á Goodison Park í gær. Andre Gomes fór úr ökklalið og ökklabrotnaði. Tottenham-maðurinn Son Heung-min fékk að líta rauða spjaldið fyrir brotið og fór grátandi af velli. Einn af þeim sem kom til Andre Gomes strax eftir atvikið var tyrkneski framherjinn Cenk Tosun sem var nýkominn inn á sem varamaður. Cenk Tosun átti seinna eftir að tryggja Everton jafntefli með marki í uppbótatíma.Everton midfielder Andre Gomes will have surgery today after suffering a horrific ankle injury in Sunday's Premier League match against Tottenham. More https://t.co/kAr7QZYGnSpic.twitter.com/JK4UmJdmd2 — BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2019Cenk Tosun lýsti sinni upplifun af meiðslum Andre Gomes í viðtali við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Það eru allir leiðir inn í sér. Sumir leikmenn fóru næstum því að gráta,“ sagði Cenk Tosun. „Andre var í sjokki. Augu hans voru svo galopin. Hann var grátandi, hrópandi og öskrandi,“ sagði Tosun. „Ég reyndi bara að halda utan um hann og tala við hann. Ég sagði honum að reyna að vera rólegur. Við skildum samt ekki hvað hann var að segja,“ sagði Tosun. Cenk Tosun tjáði sig líka um atvikið á Instagram-reikningi sínum. „Þú vinnur, þú gerir jafntefli eða þú tapar. Það skiptir hins vegar engu máli þegar svona gerist. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki skorað. Ég vildi óska að við hefðum tapað 5-0 og að þetta hefði ekki gerst. Ég veit samt að þú kemur sterkari til baka Andre og við verðum hér til að styðja þig,“ skrifaði Cenk Tosun. View this post on InstagramYou win, you draw, you lose but all that doesn’t matter when something like this happens. I wish I didn’t score, I wish we lost 0-5 and this didn’t happen. I know you will come back stronger bro and we will be there for you @aftgomes21 Kazanırsın, kaybedersin ama böyle bir şey olunca hiçbir şeyin önemi yok. Keşke gol atmasaydım, keşke maçı 0-5 kaybetseydik ama böyle bir olay yaşanmasaydı. Biliyorum daha güçlü döneceksin kardeşim ve bu yolda biz senin daima yanında olacağız @aftgomes21 A post shared by Cenk Tosun (@cenktosun14) on Nov 3, 2019 at 11:11am PST Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði leikmönnum sínum fyrir viðbrögð sín inn á vellinum. „Þetta var skelfileg stund fyrir okkur og okkar lið. Þetta snerist um meira en bara fótboltaleik,“ sagði Marco Silva. „Við munum gefa Andre og fjölskyldu hans allan okkar stuðning. Við sem hópur verðum að standa þétt saman og sýna þann anda sem við sýndum eftir atvikið,“ sagði Marco Silva. „Leikmenn okkar eru leiðir núna. Þetta var erfið stund í búningsklefanum og erfið stund fyrir Andre. Hann er mjög illa meiddur en ég er hundrað prósent viss um að Andre kemur sterkari til baka, bæði sem fótboltamaður og sem manneskja. Hann er frábær drengur og frábær fagmaður,“ sagði Marco Silva.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira