Enski boltinn

„Við þurfum annan titil“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Salah fagnar eftir leikinn í dag.
Salah fagnar eftir leikinn í dag. Vísir/Getty

Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik.

Mohamed Salah skoraði og lagði upp mark þegar Liverpool steig stórt skref í átt að Englandsmeistaratitlinum með sigri á Manchester City á útivelli í dag. Salah var ánægður eftir leik.

„Þetta er ótrúlegt. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila. Þeir eru erfitt lið og með ótrúlegan þjálfara. Ég er ánægður að við unnum að lokum. Þetta er sérstakt, sérstaklega þegar þú ert í titilbaráttu,“ sagði Salah í viðtali eftir leikinn.

Salah er nú kominn með samtals fimmtíu mörk og stoðsendingar fyrir Liverpool á tímabilinu.

„Við þurfum annan titil. Ég og stóru strákarnir í liðinu, við þurfum annan titil,“ en Salah varð Englandsmeistari með Liverpool tímabilið 2019-20.

„Vonandi náum við að halda ró okkar því stundum nær pressan tökum á okkur. Við reynum að vinna hvern einasta leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×