„Við áttum að vera komnir í 3-0 í leiknum sem hefði gert Manchester United mun erfiðara fyrir að koma til baka. Við áttum að gera betur á lokakaflanum en hlutirnir fóru að falla með United,“ sagði David Moyes.
Dómari leiksisn dæmdi víti en fór síðan í skjáinn og hætti við að dæma vítið. Hann horfði hins vegar ekki á sjónarhornið sem peysutogið sást vel.
„Þetta var greinilegt peysutog. Hann togaði í treyju Ashley Young. Ég var hissa á því að hann fór í skjáinn. Dómarinn tók sína ákvörðun. Hún var á móti okkur að okkar mati en ég er samt ánægður með mína leikmenn,“ sagði Moyes.
„Við erum að ná í stig í okkar leikjum og fyrir nokkrum leikjum þá vorum við í fallbaráttu. Við erum reyndar enn í þessari fallbaráttu að einhverju leyti en við verðum tryggja það að við losnum alveg þaðan. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Moyes.