Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 17:18 Dejan Kulusevski. Heung-min Son og Lucas Bergvall fagna hér Brennan Johnson sem skoraði tvö mörk fyrir Spurs í dag. Vísir/Getty Tottenham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan sigur á Ipswich á útivelli. Þá unnu Úlfarnir góðan útsigur gegn Bournemouth. Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar. Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Tottenham var í heimsókn hjá Ipswich en lið Spurs vann sigur á Manchester United í síðasta deildarleik eftir erfitt gengi síðustu vikurnar. Lið Spurs virðist hins vegar vera að ná vopnum sínum því sigurinn gegn Ipswich í dag var öruggur. Brennan Johnson var mættur aftur og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Hann kom Tottenham í forystu á 19. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Omari Hutchinson minnkaði muninn fyrir heimamenn á 36. mínútu en á síðasta stundarfjórðungi leiksins gerði Spurs út um leikinn með mörkum frá Djed Spence og Dejan Kulusevski. 4-1 sigur staðreynd og Tottenham í 12. sæti en Ipswich áfram í vondum málum í botnbaráttunni. Ekkert nema útisigrar Þar er líka lið Wolves en aðeins tveimur stigum munaði á Wolves og Ipswich fyrir leiki dagsins. Úlfarnir nýttu sér hins vegar tap Ipswich mjög vel. Matheus Cunha skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu en fimm mínútum áður hafði Illia Zabarnyi fengið rautt spjald í liði Bournemouth. Úlfarnir héldu út og eru nú fimm stigum frá fallsæti en átta stig eru upp í lið West Ham í 16. sætinu. Matheus Cunha hefur verið sjóðandi heitur hjá Úlfunum á tímabilinu.Vísir/Getty Fulham og Crystal Palace mættust í Lundúnaslag á Craven Cottage. Þar voru það gestirnir í Crystal Palace sem höfðu betur. Þeir komust í 1-0 á 37. mínútu eftir sjálfsmark Joachim Andersen gegn sínum gömlufélgöum og í síðari hálfleiknum skoraði Daniel Munoz annað mark Palace og innsiglaði sigurinn. Southampton og Brighton mættust í slagnum um Suður-England og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Joao Pedro kom Brighton í 1-0 á 23. mínútu og Georginio Rutter tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik. Kaoru Mitoma og Jack Hinshelwood bættu tveimur mörkum við eftir það og tryggðu Brighton öruggan 4-0 sigur. Kaoru Mitoma skorar hér eitt marka Brighton gekk fallkandídötum Southampton.Vísir/Getty Brighton er í 8. sæti eftir sigurinn en lið Southampton eitt og yfirgefið á botni deildarinnar.
Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira