Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:32 Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvö mörk fyrir Lille í frönsku deildinni en því hafði Íslendingur ekki náð í þessari deild í meira en fjörutíu ár eða síðan Teitur Þórðarson gerði það vorið 1982. Getty/Jean Catuffe/Jeff Vinnick Hákon Arnar Haraldsson varð í gær aðeins fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær því að skora meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni, Ligue 1. Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó Franski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Hákon skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Lille á Mónakó. Hákon kom sínu liði tveimur mörkum yfir með því að skora tvisvar í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 22. mínútu en það síðara á 42. mínútu. Það voru í gær liðin 42 ár, níu mánuðir og átján dagar frá síðustu tvennu íslensk leikmanns í frönsku A-deildinni. Síðasta tvenna var líka í sömu borg Sá tvennu skoraði Teitur Þórðarson einmitt á móti Lille þegar hann var leikmaður Lens. Seinnna markið hans í leiknum var einmitt það nítjánda sem hann skoraði fyrir Lens í frönsku deildinni tímabilið 1981-82. Teitur kom Lens í 1-0 á 26. mínútu og skoraði síðan þriðja mark liðsins á 73. mínútu. Leikurinn var spilaður á Stade Grimonprez-Jooris, heimavelli Lille. Lille hætti að spila á þeim velli árið 2004. Lille spilaði leikinn í gær á Stade Pierre-Mauroy sem hefur verið heimavöllur liðsins frá 2012. Síðustu tvær tvennur íslensks leikmanns í frönsku deildinni hafa því báðar litið dagsins ljós í borginni Lille. Næstur á eftir Platini Teitur skoraði alls fimm tvennur þetta magnaða tímabil sitt þegar hann endaði sem fjórði markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar á eftir þeim Delio Onnis, Andrzej Szarmach og sjálfum Michel Platini sem skoraði þremur mörkum meira en Teitur. Karl Þórðarson skoraði eina tvennu fyrir Laval í apríl árið 1981 en þá voru liðin 29 ár frá íslenskri tvennu. Sú tvenna var í raun þrenna og hana skoraði Albert Guðmundsson tímabilið 1951-52 en alls skoraði Albert sex sinnum meira en eitt mark í leik í frönsku deildinni. Ótrúleg vika Alberts Albert skoraði á sínum tíma fjórar tvennur og tvær þrennur fyrir Racing Club í frönsku deildinni. Hann er eini íslenski leikmaðurinn sem hefur náð því að skora þrennu í frönsku deildinni. Albert átti eina ótrúlegustu viku íslensks leikmanns á erlendri grund haustið 1950. Hann skoraði þá fimm mörk á sjö dögum. Tvö mörk á móti Sochaux 27. ágúst 1950 og þrennu á móti Roubaix-T. viku síðar, 3. september 1950. Albert Guðmundsson leikur sér með boltann á efri árum.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Íslendingar með meira en eitt mark í einum leik í frönsku deildinni: 28. mars 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 27. ágúst 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Sochaux 3. september 1950 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Roubaix-T. 17. desember 1950 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Séte 26. ágúst 1951 Albert Guðmundsson 2 mörk fyrir Racing Club á móti Saint-Étienne 20. janúar 1952 Albert Guðmundsson 3 mörk fyrir Racing Club á móti Lyon 8. apríl 1981 Karl Þórðarson 2 mörk fyrir Laval á móti Auxerre 7. ágúst 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Metz 25. september 1981 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Auxerre 20. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Sochaux 27. febrúar 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Brest 4. maí 1982 Teitur Þórðarson 2 mörk fyrir Lens á móti Lille 22. febrúar 2025 Hákon Arnar Haraldsson 2 mörk fyrir Lille á móti Mónakó
Franski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira