Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Nii Lamptey, Ragnar Margeirsson og Michael Noonan eru allir meðal þeirra yngstu sem hafa skorað í Evrópukeppnunum í fótbolta. Getty/Skjámynd/Timarit.is Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu. Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Sjá meira
Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Sjá meira