The Athletic greinir frá því í dag að Spursarar hafi sent tölvupóst til breskra sjónvarpsfyrirtækja og hvatt til þess að liðið þeirra verði ekki kallað Tottenham.
„Tottenham Hotspur hefur skýrt málin varðandi nafn félagsins. Þess er farið á leit að félagið verði fyrst og fremst þekkt sem Tottenham Hotspur, eða Spurs ef þörf er á styttingu. Félagið fer fram á að ekki verði vísað til þess sem Tottenham,“ segir í bréfinu frá félaginu.
An email sent to broadcasters, seen by The Athletic, makes clear that Tottenham do not want to be referred to as 'Tottenham', but rather 'Tottenham Hotspur' or 'Spurs'.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 21, 2025
But for many fans the name of the area is synonymous with the club... #THFC
✍️ @JackPittBrooke
Samkvæmt The Athletic þá er ástæðan fyrir þessari beiðni Spurs sú að „Tottenham“ vísi til hverfis í Norður-Lundúnum en ekki beinlínis til félagsins. Það hafi verið afstaða félagsins frá árinu 2011.
Tottenham Hotspur situr í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leiki helgarinnar. Liðið er með 30 stig eftir 25 leiki og mætir Ipswich á morgun klukkan 15.