Skoraði fyrsta markið sitt á móti Íslandi og er nú orðaður við Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 13:00 Denis Zakaria í leiknum á móti Íslandi. Getty/ TF-Images Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa öll verið í sambandi við forráðamenn Borussia Mönchengladbach vegna áhuga á einum leikmanna þýska liðsins. Leikmaðurinn heitir Denis Zakaria og er 22 ára gamall miðjumaður. Hann hefur staðið sig mjög vel í þýsku deildinni undanfarin og er nú farinn að vekja áhuga hjá knattspyrnustjórum eins og Jürgen Klopp, Ole Gunnari Solskjær og Unai Emery. Það er einnig vitað af áhuga frá stærstu liðunum í Þýskalandi eins og Bayern München og Borussia Dortmund og lið eins og Internazionale, Atletico Madrid og Tottenham vita einnig af leikmanninum.pic.twitter.com/JZYS90f9nT — The Kopite (@TheKopiteOFF) October 29, 2019 Liverpool, Manchester United og Arsenal hafa hins vegar gengið skrefinu lengra samkvæmt frétt Sky í Þýskalandi því þau hafa öll hafið frumviðræður um möguleg kaup á leikmanninum. Það er ólíklegt að hann verði seldur í janúar en það gæti orðið erfitt fyrir Gladbach að halda honum næsta sumar. Zakaria hefur verið í svissneska landsliðinu undanfarin ár og spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2016. Zakaria var í 23 manna HM-hópi Sviss sumarið 2018. Denis Zakaria á líka góðar minningar frá landsleik við Ísland 8. september í fyrra. Þetta var hans þrettándi landsleikur en þar náði hann að skora sitt fyrsta landsliðsmark.Liverpool and Arsenal 'make contact with Denis Zakaria’ over Premier League transferhttps://t.co/mkrRZFEMSvpic.twitter.com/99TpqrHbms — Mirror Football (@MirrorFootball) October 29, 2019 Zakaria skoraði markið á 23. mínútu og kom svissneska landsliðinu í 2-0 en leikurinn endaði með 6-0 stórsigri Sviss. Hannes Þór Halldórsson varði þá aukaspyrnu frá Liverpool-manninum Xherdan Shaqiri en Denis Zakaria fylgdi á eftir og kom boltanum í markið. Denis Zakaria hefur bætt við tveimur landsliðsmörkum en þau komu á móti Georgíu og Gíbraltar. Denis Zakaria er fæddur árið 1996 og verður 23 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilar sem afturliggjandi miðjumaður og hefur verið í herbúðum frá því í júní 2017. Denis Zakaria gerði fimm ára samning við þýska félagið sem keypti hann frá svissneska félaginu Young Boys fyrir tíu milljónir evra.Denis Zakaria skorar hér markið sitt í leiknum á móti Íslandi. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.Getty/TF-Images
Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira