Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 08:32 Mikel Merino fagnar öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Arsenal á móti Leicester City um helgina. Til vinstri er eiginkona hans Lola Liberal. Getty/Shaun Botterill/Jean Catuffe Liðsfélagar og stuðningsmenn Arsenal voru mjög ánægðir með Mikel Merino um helgina en hefur eiginkona hans sömu sögu að segja? Merino hafði komið Arsenal til bjargar og haldið lífi í titilvonum félagsins. Staðan var 0-0 í leik Leicester City og Arsenela þegar Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sendi nafna sinn og landa inn á völlinn á 69. mínútu. Það er mikið framherjahallæri hjá Arsenal liðinu enda margir sóknarmenn félagsins meiddir. Mikel Merino spilaði því framar á vellinum en hann er kannski vanur. Hann var fljótur að launa Arteta traustið. Fyrst skoraði hann á 81. mínútu og sex mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Mikel Merino með eiginkonu sinni Lolu Liberal eftir leik með spænska landsliðinu.Getty/Jean Catuffe Hann skoraði þarna jafnmörg mörk á rúmum tuttugu mínútu og hann hafði gert í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Allir hjá Arsenal voru því í skýjunum með Spánverjann eftir leik en hann sjálfur viðurkenndi stór mistök í viðtölum eftir leik. „Ég gleymdi að gefa eiginkonunni gjöf á Valentínusardaginn og ég ætla því að tileinka henni þessa tvennu,“ sagði hinn 28 ára gamli Merino eftir leikinn. Eiginkona Merino er fyrirsætan Lola Liberal. Þau hafa bara verið gift síðan í júní í fyrra og þetta var því fyrsti Valentínusardagur þeirra sem hjón. Hvort hún sætti sig við það að mörkin séu nógu góð gjöf á degi sem þessum er ekki vitað. Það er hins vegar öruggt að það er mun léttara yfir Merino núna eftir að hafa fengið talsverða gagnrýni síðan Arsenal keypti hann frá Real Sociedad í ágúst i fyrra. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Merino hafði komið Arsenal til bjargar og haldið lífi í titilvonum félagsins. Staðan var 0-0 í leik Leicester City og Arsenela þegar Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sendi nafna sinn og landa inn á völlinn á 69. mínútu. Það er mikið framherjahallæri hjá Arsenal liðinu enda margir sóknarmenn félagsins meiddir. Mikel Merino spilaði því framar á vellinum en hann er kannski vanur. Hann var fljótur að launa Arteta traustið. Fyrst skoraði hann á 81. mínútu og sex mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Mikel Merino með eiginkonu sinni Lolu Liberal eftir leik með spænska landsliðinu.Getty/Jean Catuffe Hann skoraði þarna jafnmörg mörk á rúmum tuttugu mínútu og hann hafði gert í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Allir hjá Arsenal voru því í skýjunum með Spánverjann eftir leik en hann sjálfur viðurkenndi stór mistök í viðtölum eftir leik. „Ég gleymdi að gefa eiginkonunni gjöf á Valentínusardaginn og ég ætla því að tileinka henni þessa tvennu,“ sagði hinn 28 ára gamli Merino eftir leikinn. Eiginkona Merino er fyrirsætan Lola Liberal. Þau hafa bara verið gift síðan í júní í fyrra og þetta var því fyrsti Valentínusardagur þeirra sem hjón. Hvort hún sætti sig við það að mörkin séu nógu góð gjöf á degi sem þessum er ekki vitað. Það er hins vegar öruggt að það er mun léttara yfir Merino núna eftir að hafa fengið talsverða gagnrýni síðan Arsenal keypti hann frá Real Sociedad í ágúst i fyrra. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira