Liverpool búið með mun erfiðari leiki en Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 08:30 Mörk frá Mohamed Salah og Jordan Henderson tryggðu Liverpool endurkomusigur á móti Tottenham um síðustu helgi. Getty/Jan Kruger Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti
Enski boltinn Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira