Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 14:01 Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan. getty/Paul Hennessy Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira