Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2025 23:05 Dóra Björt hefur brennandi áhuga á skipulagsmálum og fagnar því að umræðan sé loks farin að snúast um meira en bara hraða uppbyggingu. Vísir/Anton Brink Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu. „Þessi stefna er fyrir alla, bæði fagfólk og þau sem eru að standa að uppbyggingu, arkitekta, hönnuði og uppbyggingaraðila. En þetta er líka fyrir almenning. Þetta er svona ákveðið loforð um það sem við viljum að íbúar geti búist við í uppbyggingu og í þróun borgarinnar,“ segir Dóra Björt um borgarhönnunarstefnuna sem er í samráði til næsta miðvikudags, 23. október og verður til umræðu hjá borgarstjórn í vikunni. Hún segir stefnuna virka bæði inn og út á við. Hún eigi að virka sem rammi í kringum gæðin sem borgaryfirvöld vilji að borgin geti boðið upp á. „Við erum að þétta byggð og við erum að tryggja hagkvæma nýtingu lands, í takt við alþjóðlega þróun. En það er ekki sama hvernig það er gert og út á það gengur þessi stefna. Að tryggja gæðin, að tryggja að uppbygging sé á forsendum íbúanna, taki mið af velferð þeirra og að borgin sé hönnuð út frá þeirra mælikvarða þannig að þeir upplifi borgina á jákvæðan hátt.“ Áherslur stefnunnar í nokkrum myndum. Reykjavíkurborg Dóra Björt segir margt hafi verið gert vel síðustu ár en inn á milli séu dæmi sem sýni að það sé alltaf tilfellið og þessi stefna eigi að vera svar við því. Stefnan setji skýrari kröfur og viðmið um hvernig uppbygging eigi að vera. „Svo það sé ekki háð einstaka verkefnastjórum eða einstaka deiliskipulagi hvernig niðurstaðan verður. Heldur að þetta sé stefna á stærri skala sem kveður á um öll þessi smáatriði sem hafa svo mikil áhrif. Umræðan á öðru plani í dag Í aðalskipulagi sé stóra sýnin og þar sé fjallað um grænt og manneskjuvænt umhverfi en í þessari stefnu sé þessi stóra sýn tekin og innleidd í þetta smáa í umhverfinu sem skiptir miklu máli í hversdegi fólks Til dæmis er í stefnunni fjallað um húshliðar, skjól og birtu, hvernig borgin lítur út í augnhæð, tegund svala og innganga og þakform. Mynd úr stefnunni þar sem fjallað er um byggingar og rýmið í kringum þær. Reykjavíkurborg Dóra Björt hefur beitt sér fyrir því að þessi stefna verði mótuð allt frá síðasta kjörtímabili og segir umræðuna um húsnæðismál hafa tekið stakkaskiptum á þessum stutta tíma. „Þá var umræðan um húsnæðismál ekki komin á þann stað sem hún er í dag. Það var ákveðin mantra um hraða og magn allsráðandi á þeim tíma. Það var talað um húsnæðiskreppu og að það þyrfti að byggja meira, sem er sannarlega staðan, en það er ekki sama hvernig það er gert.“ Hún segist hafa reynt að vekja máls á þessu í síðustu kosningabaráttu við litlar undirtektir og takmarkaðan áhuga fólks. Það hefði ekkert annað komist að í umræðu nema hversu hratt ætti að byggja. „Ég vil auðvitað byggja mikið og hratt, en við verðum að vanda okkur. Þannig að það standist tímans tönn og standist viðmið um grænt og manneskjuvænt umhverfi, sem er það sem við viljum vera að skapa.“ Dóra Björt segir stefnuna eiga að virka fyrir uppbyggingaraðila og íbúa. Vísir/Anton Brink Hún segir þessi viðmið hafa þurft að víkja fyrir hraða síðustu ár. Bæði í umræðu og í regluverki. Það sé búin að vera áhersla á að einfalda til dæmis byggingarreglugerð þannig hún flækist ekki fyrir uppbyggingu og frekar lögð áhersla á hraða og magn. Byggingarreglugerð hafi mögulega verið einfölduð of mikið „Það hefur leitt til þess að byggingarreglugerð hefur verið einfölduð, og kannski hefur verið gengið of langt í því efni af því að byggingarreglugerð á í grunninn að tryggja ákveðin lágmarksgæði eða ákveðin lágmarksviðmið um uppbyggingu. Það hefur verið gengið langt í því efni og mörgum þykir kannski of langt.“ Borgarhönnunarstefnan eigi því að einhverju leyti líka að vera svar við því. Hún segir þessa stefnu í takt við álíka stefnur í nágrannalöndum og að þó svo að hún hafi farið af stað með þetta verkefni í nokkru pólitísku mótlæti finni hún fyrir töluverðum meðbyr í dag. „Af því að fólk skilur meira hvað þetta gengur út á og, og skilningur á mikilvægi gæða í uppbyggingu hefur sannarlega aukist, bæði pólitískt og í samfélagsumræðunni.“ Ólíkar tegundir kantsvæða sem fjallað er um í stefnunni. Reykjavíkurborg Umræða um skipulagsmál hefur verið lífleg síðustu misseri en nokkur áberandi mál hafa verið í deiglu eins og „græna gímaldið“ í Breiðholti og svo uppbygging nýs lands við Keldur. Þá er uppbygging á bensínstöðvarreitunum eitthvað sem einnig hefur verið deilt um. Dóra segir þetta alltaf pólitík en að borgarhönnunarstefnan eigi ekki að vera það. Pólitík að setja svona stefnu fram „Það pólitískasta í þessu er kannski að setja fram svona skjal, og segja að við ætlum að tryggja lágmarksgæði í uppbyggingu, að við ætlum að setja fólk í forgang og að við ætlum að byggja borg fyrir fólk á forsendum íbúa og þeirra þarfa. Við erum að þróa borgina út frá manneskjulegum mælikvarða með þarfir, stærð og upplifun manneskjunnar í huga. Það er það sem er pólitíkin í þessu.“ Dóra Björt segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá sér óöryggi. Kaupin kjarni hennar pólitík og það hafi verið sárt að vera kölluð hræsnari. Vísir/Anton Brink Hún segir ekki hafa verið pólitískan vilja fyrr en nú að gera slíkt skjal. Nú sé meiri skilningur á því að það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja réttindi íbúa og að uppbyggingin sé á þeirra forsendum. „Því eins ágætur og byggingargeirinn er og uppbyggingaraðilar eru þá eru þeir með fleiri hatta. Þeir eru líka að tryggja hvernig þeir fara með eigið fé. Þeir eru að reyna að búa til sem mest verðmæti úr sinni uppbyggingu og sínu fé. Auðvitað ganga þessi sjónarmið stundum hönd í hönd, en það er ekki kannski alltaf alveg jafn skýrt. Stundum vilja þeir gera hluti sem við vitum að eru ekki endilega bestir fyrir íbúa, og þau þurfa að búa þarna.“ Hvernig er borgin í augnhæð?Reykjavíkurborg Hún segir fólk lengi hafa sætt sig við að húsnæðismarkaðurinn sé brasmarkaður sem hafi einungis snúist um fjárfestingar og fjárfesta. Fjárfestum finnist mörgum skynsamlegra að fjárfesta í húsnæði en verðbréfum og telja sig geta fengið auðveldari gróða þannig. „Það sýnir okkur að það er einhver skekkja í kerfunum okkar,“ segir Dóra Björt og að það sé nauðsynlegt að bregðast við því, með til dæmis lágmarkskröfum í skipulag um hluti sem að þurfa að vera til staðar í uppbyggingu. Nauðsynlegt að læra af því sem ekki var vel gert Hún segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld læri af því sem vel hefur tekist til, en einnig af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Stefnan eigi þannig að vera loforð til íbúa um þau gæðaviðmið sem á að miða við í uppbyggingu. „Að tryggja nálægð við gróður, að tryggja að það séu ekki blindir veggir sem mæta þér þar sem þú labbar, þar sem þú upplifir þig ótrúlega smáa og óörugga. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum að segja þannig að það sé passað upp á það. Þetta er leiðbeiningaskjal fyrir hönnuði, fyrir arkitekta, fyrir uppbyggingaraðila, fyrir fólk. Það geta allir lært af þessu hvernig fyrirmyndarborg virkar.“ Eins og fram kom að ofan er stefnan í samráði þar til á miðvikudag. Dóra Björt segir hana hafa verið senda til ýmissa hagsmunahópa og fagfólks sem hafa komið með ítarlega rýni en þau vilji einnig athugasemdir frá almenningi. Hægt er að skoða samráðssíðuna hér. „Við erum núna í raun að bjóða upp í dans. Við viljum heyra frá fólki hvernig borg það vill upplifa, hvernig borg vill það búa í. Hvað skiptir þau máli í sínum hversdegi þegar þau eru fyrir utan byggingar og horfa á byggingar, og hvernig almannarýmin eru. Þetta er fyrir íbúana fyrst og fremst og þetta gengur út á það.“ Umræðan um bílastæðin við húsið erfið Dóra Björt hefur sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs þurfa að svara fyrir mörg mál og uppbyggingu innan borgarinnar, eins og til dæmis „græna gímaldið“ í Álfabakka og uppbyggingu í Keldum og ákvörðun um að hafa þar færri bílastæði miðað við aðra byggð. Fyrr í þessum mánuði var svo greint frá því að hún hefði, með manni sínum, keypt hús í Grafarvogi og að við húsið væru þrjú bílastæði. Dóra Björt var harðlega gagnrýnd og kölluð hræsnari. Hún brást sjálf við þessu með því að birta langa færslu þar sem hún útskýrði að bílastæðin hefðu ekki verið ástæðan fyrir því að hún keypti eignina, heldur fjölskyldan og ósk hennar og fjölskyldunnar að minnka skutl. Dóra Björt segir stefnuna loforð um þau gæði sem á að miða við í uppbyggingu í Reykjavík. Vísir/Anton Brink „Ég hefði verið meira en mikið sátt við að vera með færri bílastæði og kaupa mér ódýrara heimili og ég held að flest ungt fólk myndi svara á þeim nótum líka. Af því að bílastæði kosta, að byggja bílskúr kostar, að byggja bílakjallara kostar. Það kostar kannski átta til tíu milljónir að gera eitt bílastæði í bílakjallara, og það munar um meira fyrir ungt fólk sem er að hefja lífið og kaupa sér sína fyrstu fasteign. Þannig ef ég hefði haft val um engan bílskúr og færri bílastæði, þá hefði ég valið það allan daginn.“ Dóra Björt segir þessi kaup í raun kjarna hennar pólitík. „Það er kjarninn í minni pólitík, að einfalda fólki lífið og að stytta vegalengdir þannig að fólk geti búið nálægt skóla og leikskóla. Að það geti komist í þjónustu sem að það þarfnast án þess að þurfa endilega að keyra. Þetta er allt það sem ég stend fyrir gengur út á. Þannig að nýr flutningur er bara hundrað prósent í takt við mín gildi. En í staðinn fyrir að tala fallega um það er einhverri fyrirsögn bara kastað upp um einhver bílastæði og ég teiknuð sem hræsnari. Það var virkilega sárt,“ segir Dóra Björt. Óákveðin með formannskjör Hún segir það einnig hafa vakið hjá henni óöryggi í þessari umræðu að birt hafi verið mynd af heimili hennar. „Mér fannst þetta virkilega óþægilegt og lét mig sannarlega velta fyrir mér hvort að þessi störf væru þess virði. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér og ég virði það, en ég á samt rétt á því að upplifa öryggi og ég á líka rétt á einkalífi,“ segir Dóra Björt. Píratar gáfu nýlega út að flokksmenn ætli í fyrsta sinn að kjósa sér formann og varaformann á næsta aðalfundi. Dóra Björt segist enn ekki vera búin að ákveða hvort hún ætlar fram en segir þessa umræðu alveg hafa áhrif á þá ákvörðun. Hvort hún vilji setja sig í þá stöðu. Þá segist hún einnig enn vera að velta því fyrir sér hvort hún ætli að sækjast eftir því að leiða Pírata aftur í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Ég finn alveg að ég brenni enn þá fyrir betri borg og ég er enn með hugmyndir og ástríðu og veit að ég get enn gert mjög mikið gagn. En ég er bara enn undir feldi því þetta er dálítið stór spurning, sérstaklega þegar maður hefur upplifað umræðu liðinna daga. En ég upplifi samt að ég hafi krafta, getu og ástríðu og geti margt. Skipulag Reykjavík Umferð Börn og uppeldi Píratar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. 23. september 2025 23:52 Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Flestir oddvita flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn ætla að bjóða sig fram í kosningunum eftir átta mánuði. Einn er þó óviss um undir merkjum hvaða flokks framboðið verður. 15. september 2025 15:20 Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. 5. september 2025 14:38 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Þessi stefna er fyrir alla, bæði fagfólk og þau sem eru að standa að uppbyggingu, arkitekta, hönnuði og uppbyggingaraðila. En þetta er líka fyrir almenning. Þetta er svona ákveðið loforð um það sem við viljum að íbúar geti búist við í uppbyggingu og í þróun borgarinnar,“ segir Dóra Björt um borgarhönnunarstefnuna sem er í samráði til næsta miðvikudags, 23. október og verður til umræðu hjá borgarstjórn í vikunni. Hún segir stefnuna virka bæði inn og út á við. Hún eigi að virka sem rammi í kringum gæðin sem borgaryfirvöld vilji að borgin geti boðið upp á. „Við erum að þétta byggð og við erum að tryggja hagkvæma nýtingu lands, í takt við alþjóðlega þróun. En það er ekki sama hvernig það er gert og út á það gengur þessi stefna. Að tryggja gæðin, að tryggja að uppbygging sé á forsendum íbúanna, taki mið af velferð þeirra og að borgin sé hönnuð út frá þeirra mælikvarða þannig að þeir upplifi borgina á jákvæðan hátt.“ Áherslur stefnunnar í nokkrum myndum. Reykjavíkurborg Dóra Björt segir margt hafi verið gert vel síðustu ár en inn á milli séu dæmi sem sýni að það sé alltaf tilfellið og þessi stefna eigi að vera svar við því. Stefnan setji skýrari kröfur og viðmið um hvernig uppbygging eigi að vera. „Svo það sé ekki háð einstaka verkefnastjórum eða einstaka deiliskipulagi hvernig niðurstaðan verður. Heldur að þetta sé stefna á stærri skala sem kveður á um öll þessi smáatriði sem hafa svo mikil áhrif. Umræðan á öðru plani í dag Í aðalskipulagi sé stóra sýnin og þar sé fjallað um grænt og manneskjuvænt umhverfi en í þessari stefnu sé þessi stóra sýn tekin og innleidd í þetta smáa í umhverfinu sem skiptir miklu máli í hversdegi fólks Til dæmis er í stefnunni fjallað um húshliðar, skjól og birtu, hvernig borgin lítur út í augnhæð, tegund svala og innganga og þakform. Mynd úr stefnunni þar sem fjallað er um byggingar og rýmið í kringum þær. Reykjavíkurborg Dóra Björt hefur beitt sér fyrir því að þessi stefna verði mótuð allt frá síðasta kjörtímabili og segir umræðuna um húsnæðismál hafa tekið stakkaskiptum á þessum stutta tíma. „Þá var umræðan um húsnæðismál ekki komin á þann stað sem hún er í dag. Það var ákveðin mantra um hraða og magn allsráðandi á þeim tíma. Það var talað um húsnæðiskreppu og að það þyrfti að byggja meira, sem er sannarlega staðan, en það er ekki sama hvernig það er gert.“ Hún segist hafa reynt að vekja máls á þessu í síðustu kosningabaráttu við litlar undirtektir og takmarkaðan áhuga fólks. Það hefði ekkert annað komist að í umræðu nema hversu hratt ætti að byggja. „Ég vil auðvitað byggja mikið og hratt, en við verðum að vanda okkur. Þannig að það standist tímans tönn og standist viðmið um grænt og manneskjuvænt umhverfi, sem er það sem við viljum vera að skapa.“ Dóra Björt segir stefnuna eiga að virka fyrir uppbyggingaraðila og íbúa. Vísir/Anton Brink Hún segir þessi viðmið hafa þurft að víkja fyrir hraða síðustu ár. Bæði í umræðu og í regluverki. Það sé búin að vera áhersla á að einfalda til dæmis byggingarreglugerð þannig hún flækist ekki fyrir uppbyggingu og frekar lögð áhersla á hraða og magn. Byggingarreglugerð hafi mögulega verið einfölduð of mikið „Það hefur leitt til þess að byggingarreglugerð hefur verið einfölduð, og kannski hefur verið gengið of langt í því efni af því að byggingarreglugerð á í grunninn að tryggja ákveðin lágmarksgæði eða ákveðin lágmarksviðmið um uppbyggingu. Það hefur verið gengið langt í því efni og mörgum þykir kannski of langt.“ Borgarhönnunarstefnan eigi því að einhverju leyti líka að vera svar við því. Hún segir þessa stefnu í takt við álíka stefnur í nágrannalöndum og að þó svo að hún hafi farið af stað með þetta verkefni í nokkru pólitísku mótlæti finni hún fyrir töluverðum meðbyr í dag. „Af því að fólk skilur meira hvað þetta gengur út á og, og skilningur á mikilvægi gæða í uppbyggingu hefur sannarlega aukist, bæði pólitískt og í samfélagsumræðunni.“ Ólíkar tegundir kantsvæða sem fjallað er um í stefnunni. Reykjavíkurborg Umræða um skipulagsmál hefur verið lífleg síðustu misseri en nokkur áberandi mál hafa verið í deiglu eins og „græna gímaldið“ í Breiðholti og svo uppbygging nýs lands við Keldur. Þá er uppbygging á bensínstöðvarreitunum eitthvað sem einnig hefur verið deilt um. Dóra segir þetta alltaf pólitík en að borgarhönnunarstefnan eigi ekki að vera það. Pólitík að setja svona stefnu fram „Það pólitískasta í þessu er kannski að setja fram svona skjal, og segja að við ætlum að tryggja lágmarksgæði í uppbyggingu, að við ætlum að setja fólk í forgang og að við ætlum að byggja borg fyrir fólk á forsendum íbúa og þeirra þarfa. Við erum að þróa borgina út frá manneskjulegum mælikvarða með þarfir, stærð og upplifun manneskjunnar í huga. Það er það sem er pólitíkin í þessu.“ Dóra Björt segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá sér óöryggi. Kaupin kjarni hennar pólitík og það hafi verið sárt að vera kölluð hræsnari. Vísir/Anton Brink Hún segir ekki hafa verið pólitískan vilja fyrr en nú að gera slíkt skjal. Nú sé meiri skilningur á því að það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja réttindi íbúa og að uppbyggingin sé á þeirra forsendum. „Því eins ágætur og byggingargeirinn er og uppbyggingaraðilar eru þá eru þeir með fleiri hatta. Þeir eru líka að tryggja hvernig þeir fara með eigið fé. Þeir eru að reyna að búa til sem mest verðmæti úr sinni uppbyggingu og sínu fé. Auðvitað ganga þessi sjónarmið stundum hönd í hönd, en það er ekki kannski alltaf alveg jafn skýrt. Stundum vilja þeir gera hluti sem við vitum að eru ekki endilega bestir fyrir íbúa, og þau þurfa að búa þarna.“ Hvernig er borgin í augnhæð?Reykjavíkurborg Hún segir fólk lengi hafa sætt sig við að húsnæðismarkaðurinn sé brasmarkaður sem hafi einungis snúist um fjárfestingar og fjárfesta. Fjárfestum finnist mörgum skynsamlegra að fjárfesta í húsnæði en verðbréfum og telja sig geta fengið auðveldari gróða þannig. „Það sýnir okkur að það er einhver skekkja í kerfunum okkar,“ segir Dóra Björt og að það sé nauðsynlegt að bregðast við því, með til dæmis lágmarkskröfum í skipulag um hluti sem að þurfa að vera til staðar í uppbyggingu. Nauðsynlegt að læra af því sem ekki var vel gert Hún segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld læri af því sem vel hefur tekist til, en einnig af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Stefnan eigi þannig að vera loforð til íbúa um þau gæðaviðmið sem á að miða við í uppbyggingu. „Að tryggja nálægð við gróður, að tryggja að það séu ekki blindir veggir sem mæta þér þar sem þú labbar, þar sem þú upplifir þig ótrúlega smáa og óörugga. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum að segja þannig að það sé passað upp á það. Þetta er leiðbeiningaskjal fyrir hönnuði, fyrir arkitekta, fyrir uppbyggingaraðila, fyrir fólk. Það geta allir lært af þessu hvernig fyrirmyndarborg virkar.“ Eins og fram kom að ofan er stefnan í samráði þar til á miðvikudag. Dóra Björt segir hana hafa verið senda til ýmissa hagsmunahópa og fagfólks sem hafa komið með ítarlega rýni en þau vilji einnig athugasemdir frá almenningi. Hægt er að skoða samráðssíðuna hér. „Við erum núna í raun að bjóða upp í dans. Við viljum heyra frá fólki hvernig borg það vill upplifa, hvernig borg vill það búa í. Hvað skiptir þau máli í sínum hversdegi þegar þau eru fyrir utan byggingar og horfa á byggingar, og hvernig almannarýmin eru. Þetta er fyrir íbúana fyrst og fremst og þetta gengur út á það.“ Umræðan um bílastæðin við húsið erfið Dóra Björt hefur sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs þurfa að svara fyrir mörg mál og uppbyggingu innan borgarinnar, eins og til dæmis „græna gímaldið“ í Álfabakka og uppbyggingu í Keldum og ákvörðun um að hafa þar færri bílastæði miðað við aðra byggð. Fyrr í þessum mánuði var svo greint frá því að hún hefði, með manni sínum, keypt hús í Grafarvogi og að við húsið væru þrjú bílastæði. Dóra Björt var harðlega gagnrýnd og kölluð hræsnari. Hún brást sjálf við þessu með því að birta langa færslu þar sem hún útskýrði að bílastæðin hefðu ekki verið ástæðan fyrir því að hún keypti eignina, heldur fjölskyldan og ósk hennar og fjölskyldunnar að minnka skutl. Dóra Björt segir stefnuna loforð um þau gæði sem á að miða við í uppbyggingu í Reykjavík. Vísir/Anton Brink „Ég hefði verið meira en mikið sátt við að vera með færri bílastæði og kaupa mér ódýrara heimili og ég held að flest ungt fólk myndi svara á þeim nótum líka. Af því að bílastæði kosta, að byggja bílskúr kostar, að byggja bílakjallara kostar. Það kostar kannski átta til tíu milljónir að gera eitt bílastæði í bílakjallara, og það munar um meira fyrir ungt fólk sem er að hefja lífið og kaupa sér sína fyrstu fasteign. Þannig ef ég hefði haft val um engan bílskúr og færri bílastæði, þá hefði ég valið það allan daginn.“ Dóra Björt segir þessi kaup í raun kjarna hennar pólitík. „Það er kjarninn í minni pólitík, að einfalda fólki lífið og að stytta vegalengdir þannig að fólk geti búið nálægt skóla og leikskóla. Að það geti komist í þjónustu sem að það þarfnast án þess að þurfa endilega að keyra. Þetta er allt það sem ég stend fyrir gengur út á. Þannig að nýr flutningur er bara hundrað prósent í takt við mín gildi. En í staðinn fyrir að tala fallega um það er einhverri fyrirsögn bara kastað upp um einhver bílastæði og ég teiknuð sem hræsnari. Það var virkilega sárt,“ segir Dóra Björt. Óákveðin með formannskjör Hún segir það einnig hafa vakið hjá henni óöryggi í þessari umræðu að birt hafi verið mynd af heimili hennar. „Mér fannst þetta virkilega óþægilegt og lét mig sannarlega velta fyrir mér hvort að þessi störf væru þess virði. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér og ég virði það, en ég á samt rétt á því að upplifa öryggi og ég á líka rétt á einkalífi,“ segir Dóra Björt. Píratar gáfu nýlega út að flokksmenn ætli í fyrsta sinn að kjósa sér formann og varaformann á næsta aðalfundi. Dóra Björt segist enn ekki vera búin að ákveða hvort hún ætlar fram en segir þessa umræðu alveg hafa áhrif á þá ákvörðun. Hvort hún vilji setja sig í þá stöðu. Þá segist hún einnig enn vera að velta því fyrir sér hvort hún ætli að sækjast eftir því að leiða Pírata aftur í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. „Ég finn alveg að ég brenni enn þá fyrir betri borg og ég er enn með hugmyndir og ástríðu og veit að ég get enn gert mjög mikið gagn. En ég er bara enn undir feldi því þetta er dálítið stór spurning, sérstaklega þegar maður hefur upplifað umræðu liðinna daga. En ég upplifi samt að ég hafi krafta, getu og ástríðu og geti margt.
Skipulag Reykjavík Umferð Börn og uppeldi Píratar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. 23. september 2025 23:52 Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Flestir oddvita flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn ætla að bjóða sig fram í kosningunum eftir átta mánuði. Einn er þó óviss um undir merkjum hvaða flokks framboðið verður. 15. september 2025 15:20 Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. 5. september 2025 14:38 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Píratar mælast inni á þingi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Oddvitinn í borginni telur kjósendur ánægða með verk flokksins, en gefur ekkert um um hvort hún sækist eftir nýstofnuðu formannsembætti. 23. september 2025 23:52
Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Flestir oddvita flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn ætla að bjóða sig fram í kosningunum eftir átta mánuði. Einn er þó óviss um undir merkjum hvaða flokks framboðið verður. 15. september 2025 15:20
Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. 5. september 2025 14:38