Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2025 13:02 Frá Kipnuk í Alaska þar sem sjór gekk langt upp á land. AP/Þjóðavarðlið Alaska Rúmlega þúsund manns hafa verið og verða flutt á brott frá bæjum og þorpum í Alaska eftir að öflugt óveður lék svæðið grátt á undanförnum dögum. Um er að ræða einhverja umfangsmestu brottflutninga í sögu Alaska en fjölmörg hús eyðilögðust í óveðrinu og mörg þeirra enduðu út á hafi. Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska Bandaríkin Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Í einhverjum tilfellum var enn fólk í húsunum en að minnsta kosti einn er látinn og tveggja er saknað. The remnants of Typhoon Halong have devastated parts of Western Alaska, with Kipnuk, Kwigillingok, Bethel, Kotzebue, and Nome among the hardest hit. Homes were swept away, many were displaced, and rescue efforts are ongoing.@RedCrossAK volunteers are on the ground helping those… pic.twitter.com/Fk4e0UR8Fs— American Red Cross (@RedCross) October 15, 2025 Neyðarskýli sem opnuð voru fylltust mjög hratt en mörg af umræddum samfélögum eru eingöngu aðgengileg úr lofti eða yfir sjó. Því hefur verið brugðið á það ráð að flytja rúmlega þúsund manns frá þorpunum Kipnuk og Kwigillingok. Á því svæði hækkaði sjávarstaða um að minnsta kosti sex metra, samkvæmt frétt CNN. Um sjö hundruð manns bjuggu í Kipnuk en um 120 heimili eru sögð hafa eyðilagst þar. Vitað er til þess að á fjórða tug heimila ráku á brott í Kwigillingok. Mörg heimili eru sögð í svo slæmu ásigkomulagi að ekki sé hægt að búa í þeim og þar sem stutt er í veturinn er sömuleiðis ólíklegt að hægt sé að laga mörg þeirra í bili. Þar að auki skemmdist mikið af matvælum sem íbúar höfðu safnað sér og átti að koma þeim gegnum veturinn. Var því ákveðið að flytja fólk á brott. AP fréttaveitan segir embættismenn vinna með Rauða krossinum að því að koma öllu fólkinu í skjól. En búist er við því að brottflutningarnir muni standa yfir næstu daga. Íbúar segjast í samtali við fréttaveituna staðráðnir í að endurbyggja heimili sín og bæi. „Í okkar þorpi, segjum við að við ekkert geti brotið okkur á bak aftur. Við búum yfir styrk og stolti innfæddra. Þetta er það erfiðasta sem við höfum gengið gegnum,“ sagði Alexie Stone. „Ef við þurfum að byrja upp á nýtt, þá þurfum við að byrja upp á nýtt.“ Frá bænum Kotzebue.AP/Yfirvöld í Alaska Sjór gekk víða langt inn á land.AP/Yfirvöld í Alaska
Bandaríkin Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila