Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 13:11 Donald Trump og Javier Milei, forsetar Bandaríkjanna og Argentínu. AP/Alex Brandon Ráðamenn innan ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, leita leiða til að tvöfalda fjárhagsaðstoð til Argentínu, vegna efnahagskragga þar. Þannig stendur til að aðstoða Javier Milei, forseta landsins, með fjörutíu milljarða dala fjárhagsaðstoð en eingöngu ef flokkur forsetans sigrar í þingkosningunum seinna í þessum mánuði. Trump hafði heitið tuttugu milljarða dala fjárveitingu til Argentínu en Scott Bessent, fjármálaráðherra, sagði í gær að einnig stæði til að beita öðrum leiðum til að tryggja tuttugu milljarða dala fjárfestingar í Argentínu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þessi fjárhagsaðstoð hefur mætt mótbárum bæði í Bandaríkjunum og í Argentínu. Á þriðjudaginn fór Milei á fund Trumps í Hvíta húsinu. Þar sagði Trump að Milei væri uppáhaldsforseti sinn og að hann vildi aðstoða nágranna sína í Argentínu. Hann gaf þó einnig til kynna að sú aðstoð væri háð því að flokkur Mileis sigraði í þingkosningum sem haldnar verða þann 26. október. „Ef hann tapar, munum við ekki verða gjafmildir í garð Argentínu,“ sagði Trump. „Ef hann tapar, erum við farnir.“ Margir Argentínumenn tóku þessum ummælum illa og til marks um að Trump væri með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi. Fjárfestar virðast einnig hafa tekið ummælunum illa. Virði argentínska pesóins hefur lækkað töluvert og virði hlutabréfa í landinu lækkaði um allt að átta prósent. Pólitískir andstæðingar Milei gripu ummælin einnig á lofti og sökuðu forsetana tvo um að reyna að kúga argentínska kjósendur, eins og fram kemur í grein New York Times. Mikil vinna að verða vinur Trumps Milei hefur varið miklu púðri í að komast í náðirnar hjá Trump. Frá því hann varð forseti árið 2023 hefur hann margsinnis ferðast til Bandaríkjanna til að hitta Trump og nána bandamenn hans. Milei hefur þar að auki byggt utanríkisstefnu sína að miklu leyti á stefnu Trumps. Sú vinna virtist skila árangri í síðasta mánuði þegar fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti að fúlgum fjár yrði varið í að kaupa pesóa og þannig halda gengi argentínska miðilsins uppi. NYT segir að ferð Mileis til Washington í vikunni hafi verið farin til að fagna sigri og ítreka náin tengsl forsetanna. Þannig hefði Milei viljað stappa stálinu í Argentínumenn og kjósendur. Það virðist ekki hafa gerst og virðist sem að Trump hafi þess í stað óvart komið miklu höggi á sinn uppáhaldsforseta. Kannanir í Argentínu sýna að rúmlega sextíu prósent íbúa sjá Trump í neikvæðu ljósi og sérfræðingar segja Argentínumenn heilt yfir tortryggna í garð Bandaríkjamanna þegar kemur að mögulegum áhrifum þeirra á málefni Argentínu. Bændur reiðir Trump Innan Bandaríkjanna er einnig töluverð andstaða við aðstoð Trumps við Milei. Sérstaklega meðal bandarískra bænda. Margir bændur eiga í töluverðu basli þessa dagana eftir að ráðamenn í Kína hættu alfarið að kaupa afurðir eins og sojabaunir frá Bandaríkjunum, vegna viðskiptadeilna ríkisins. Þess í stað hafa Kínverjar litið til Argentínu og kaupa þeir sojabaunir þaðan í miklu magni. Nú velta margir bændur vestanhafs fyrir sér af hverju Bandaríkin eru að koma helsta keppinaut þeirra til aðstoðar, samkvæmt frétt CNN. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn selt sojabaunir til Kína fyrir um tólf milljarða dala á ári, sem er helmingurinn af öllum baununum sem þeir selja. Aðgerðir ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda hafa einnig komið niður á bandarískum bændum en marga þeirra skortir vinnuafl vegna aðgerðanna. Hækkandi kostnaður, háir vextir og lágt afurðaverð hefur einnig leitt til þess að margir bændur eru í kröggum. Trump hefur talað um að koma þessum bændum til aðstoðar, fjárhagslega. Bændur segjast þó frekar vilja selja afurðir sínar en að þiggja fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Það hefur þó farið í taugarnar á mörgum að áætlun um aðstoð handa þeim liggur ekki fyrir en þess í stað er þegar ljóst að aðstoða eigi Argentínu með fjörutíu milljörðum dala. Bandaríkin Argentína Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Trump hafði heitið tuttugu milljarða dala fjárveitingu til Argentínu en Scott Bessent, fjármálaráðherra, sagði í gær að einnig stæði til að beita öðrum leiðum til að tryggja tuttugu milljarða dala fjárfestingar í Argentínu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þessi fjárhagsaðstoð hefur mætt mótbárum bæði í Bandaríkjunum og í Argentínu. Á þriðjudaginn fór Milei á fund Trumps í Hvíta húsinu. Þar sagði Trump að Milei væri uppáhaldsforseti sinn og að hann vildi aðstoða nágranna sína í Argentínu. Hann gaf þó einnig til kynna að sú aðstoð væri háð því að flokkur Mileis sigraði í þingkosningum sem haldnar verða þann 26. október. „Ef hann tapar, munum við ekki verða gjafmildir í garð Argentínu,“ sagði Trump. „Ef hann tapar, erum við farnir.“ Margir Argentínumenn tóku þessum ummælum illa og til marks um að Trump væri með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi. Fjárfestar virðast einnig hafa tekið ummælunum illa. Virði argentínska pesóins hefur lækkað töluvert og virði hlutabréfa í landinu lækkaði um allt að átta prósent. Pólitískir andstæðingar Milei gripu ummælin einnig á lofti og sökuðu forsetana tvo um að reyna að kúga argentínska kjósendur, eins og fram kemur í grein New York Times. Mikil vinna að verða vinur Trumps Milei hefur varið miklu púðri í að komast í náðirnar hjá Trump. Frá því hann varð forseti árið 2023 hefur hann margsinnis ferðast til Bandaríkjanna til að hitta Trump og nána bandamenn hans. Milei hefur þar að auki byggt utanríkisstefnu sína að miklu leyti á stefnu Trumps. Sú vinna virtist skila árangri í síðasta mánuði þegar fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti að fúlgum fjár yrði varið í að kaupa pesóa og þannig halda gengi argentínska miðilsins uppi. NYT segir að ferð Mileis til Washington í vikunni hafi verið farin til að fagna sigri og ítreka náin tengsl forsetanna. Þannig hefði Milei viljað stappa stálinu í Argentínumenn og kjósendur. Það virðist ekki hafa gerst og virðist sem að Trump hafi þess í stað óvart komið miklu höggi á sinn uppáhaldsforseta. Kannanir í Argentínu sýna að rúmlega sextíu prósent íbúa sjá Trump í neikvæðu ljósi og sérfræðingar segja Argentínumenn heilt yfir tortryggna í garð Bandaríkjamanna þegar kemur að mögulegum áhrifum þeirra á málefni Argentínu. Bændur reiðir Trump Innan Bandaríkjanna er einnig töluverð andstaða við aðstoð Trumps við Milei. Sérstaklega meðal bandarískra bænda. Margir bændur eiga í töluverðu basli þessa dagana eftir að ráðamenn í Kína hættu alfarið að kaupa afurðir eins og sojabaunir frá Bandaríkjunum, vegna viðskiptadeilna ríkisins. Þess í stað hafa Kínverjar litið til Argentínu og kaupa þeir sojabaunir þaðan í miklu magni. Nú velta margir bændur vestanhafs fyrir sér af hverju Bandaríkin eru að koma helsta keppinaut þeirra til aðstoðar, samkvæmt frétt CNN. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn selt sojabaunir til Kína fyrir um tólf milljarða dala á ári, sem er helmingurinn af öllum baununum sem þeir selja. Aðgerðir ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda hafa einnig komið niður á bandarískum bændum en marga þeirra skortir vinnuafl vegna aðgerðanna. Hækkandi kostnaður, háir vextir og lágt afurðaverð hefur einnig leitt til þess að margir bændur eru í kröggum. Trump hefur talað um að koma þessum bændum til aðstoðar, fjárhagslega. Bændur segjast þó frekar vilja selja afurðir sínar en að þiggja fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Það hefur þó farið í taugarnar á mörgum að áætlun um aðstoð handa þeim liggur ekki fyrir en þess í stað er þegar ljóst að aðstoða eigi Argentínu með fjörutíu milljörðum dala.
Bandaríkin Argentína Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira