Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 14:17 Frá Poza Rica í Veracruz. Ástandið í bænum þykir hræðilegt og takmörkuð aðstoð hefur borist íbúum. AP/Felix Marquez Sex dögum eftir að tugir manna dóu vegna úrhellis í Mexíkó er fjölmargra enn saknað. Að minnsta kosti 66 eru látnir, samkvæmt tölum sem birtar voru í gærkvöldi, en enn hefur ekki tekist að finna 75 til viðbótar eftir að skyndiflóð og aurskriður léku íbúa Mexíkó grátt. Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira