Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 21:59 Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Isaac Herzog, forseti Ísraels. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. Þessi viðvörun Trumps kemur eftir að hann gerði lítið úr átökum á svæðinu sem brutust út eftir að vopnahlé og gíslasamningur milli Ísraels og Hamas tók gildí í síðustu viku. Trump sagði á þriðjudag að Hamas hefði útrýmt „nokkrum mjög slæmum gengjum“ og drepið fjölda meðlima þeirra. „Það truflaði mig ekki mikið, ef ég á að vera alveg heiðarlegur.“ Forsetinn gaf ekkert út um það hvernig hann myndi fylgja eftir áðurnefndri hótun sinni sem birt var í færslu á samfélagmiðlinum Truth Social. Þá hefur Hvíta húsið ekki orðið við ósk fjölmiðla um frekari skýringar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Trump gaf til kynna að hann hefði takmarkaða þolinmæði fyrir drápum Hamas á andstæðingum þeirra innan Gasa. „Þeir munu afvopnast, og ef þeir gera það ekki, munum við afvopna þá, og það mun gerast hratt og kannski með ofbeldi,“ sagði Trump. Aðrir hópar fyllt í tómið Lögreglan á Gasa sem er undir stjórn Hamas viðhélt öryggisstigi á svæðinu eftir að Hamas náði þar völdum fyrir 18 árum og beitti sér einnig gegn andófsmönnum. Hún hvarf að mestu síðustu mánuði þegar Ísraelsher hertók stór svæði á Gasa og gerðu árásir á öryggissveitir Hamas, að sögn AP. Í stað þeirra hafi valdamiklar fjölskyldur á svæðinu og vopnuð glæpagengi, þar á meðal andstæðingar Hamas sem Ísrael styðji, fyllt í tómarúmið sem myndaðist. Mörg eru sökuð um að hafa stolið mannúðarbirgðum, selt þær í gróðaskyni og þannig ýtt undir hungursneyð á svæðinu. Bandaríkin tilkynntu í síðustu viku að þau ætluðu að senda um 200 hermenn til Ísraels til að styðja við og fylgjast með vopnahléssamkomulaginu á Gasa. Eru þeir sagðir vinna saman að því með samstarfsríkjum og frjálsum félagasamtökum. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn lagt áherslu á að bandarískir hermenn muni ekki stíga fæti inn á Gasa. Palestína Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Þessi viðvörun Trumps kemur eftir að hann gerði lítið úr átökum á svæðinu sem brutust út eftir að vopnahlé og gíslasamningur milli Ísraels og Hamas tók gildí í síðustu viku. Trump sagði á þriðjudag að Hamas hefði útrýmt „nokkrum mjög slæmum gengjum“ og drepið fjölda meðlima þeirra. „Það truflaði mig ekki mikið, ef ég á að vera alveg heiðarlegur.“ Forsetinn gaf ekkert út um það hvernig hann myndi fylgja eftir áðurnefndri hótun sinni sem birt var í færslu á samfélagmiðlinum Truth Social. Þá hefur Hvíta húsið ekki orðið við ósk fjölmiðla um frekari skýringar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Trump gaf til kynna að hann hefði takmarkaða þolinmæði fyrir drápum Hamas á andstæðingum þeirra innan Gasa. „Þeir munu afvopnast, og ef þeir gera það ekki, munum við afvopna þá, og það mun gerast hratt og kannski með ofbeldi,“ sagði Trump. Aðrir hópar fyllt í tómið Lögreglan á Gasa sem er undir stjórn Hamas viðhélt öryggisstigi á svæðinu eftir að Hamas náði þar völdum fyrir 18 árum og beitti sér einnig gegn andófsmönnum. Hún hvarf að mestu síðustu mánuði þegar Ísraelsher hertók stór svæði á Gasa og gerðu árásir á öryggissveitir Hamas, að sögn AP. Í stað þeirra hafi valdamiklar fjölskyldur á svæðinu og vopnuð glæpagengi, þar á meðal andstæðingar Hamas sem Ísrael styðji, fyllt í tómarúmið sem myndaðist. Mörg eru sökuð um að hafa stolið mannúðarbirgðum, selt þær í gróðaskyni og þannig ýtt undir hungursneyð á svæðinu. Bandaríkin tilkynntu í síðustu viku að þau ætluðu að senda um 200 hermenn til Ísraels til að styðja við og fylgjast með vopnahléssamkomulaginu á Gasa. Eru þeir sagðir vinna saman að því með samstarfsríkjum og frjálsum félagasamtökum. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn lagt áherslu á að bandarískir hermenn muni ekki stíga fæti inn á Gasa.
Palestína Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira