Borgarstjóri Baltimore sætir rannsókn vegna skattsvika Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 21:52 Alríkislögreglumenn bera kassa af gögnum út af heimili Catherine Pugh. Getty/John Strohsacker Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar. Bandaríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, framkvæmdu leit á heimilum Catherine Pugh, borgarstjóra Baltimore, vegna samninga fyrir barnabók sem hún gaf út, sem skiluðu henni gríðarlegum hagnaði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendarar FBI ásamt útsendurum skattyfirvalda leituðu í ráðhúsi borgarinnar og líkamsræktarstöð sem Pugh tengist á þriðjudag. Pugh, sem er flokkskona Demókrataflokksins, græddi hundraði þúsunda Bandaríkjadala með sölu bókarinnar til undirstofnana borgarinnar. Hún hefur verið í veikindaleyfi síðan 1. apríl en Larry Hogan, fylkisstjóri Maryland fyrir Repúblikana, hefur hvatt hana til að segja af sér. Stór hluti borgarstjórnar Baltimore sagði Pugh eiga að segja af sér, fyrr í þessum mánuði. Alríkislögreglan staðfesti við fréttastofu CBS að hún væri að starfa með alríkisskattstofu Bandaríkjanna, IRS, vegna rannsóknar á bókasölu Pugh. Meðal þeirra bóka sem verið er að rannsaka, er barnabókin „Healthy Holly“ eða „Heilbrigða Holly,“ sem hvetja til hollra matarvenja og hreyfingar, en samkvæmt heimildum er verið að rannsaka fleira. Pugh seldi háskólanum University of Maryland Medical System 100.000 eintök af bókinni og fékk fyrir það um 61 milljónir íslenskra króna. Bókunum var svo dreift í skóla, en á þessum tíma var Pugh í stjórn heilbrigðiskerfisins í borginni. Getty/Amy DavisUppræting spillingar í borginni Rannsóknin á borgarstjóranum er aðeins einn hlekkur í röð spillingarmála sem upp hafa komið í Baltimore á síðustu árum. Verið hefur verið að rannsaka stórt spillingarmál innan lögreglunnar í Baltimore síðan 2017 en átta lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir að ræna almenning og að stela yfirvinnulaunum. Síðan 2016 hefur lögregluembættið í Baltimore verið í ríkistilskipuðu átaki en maðurinn sem Pugh valdi til að hjálpa embættinu að vinna úr sínum málum var ákærður fyrir skattsvik, þegar hann hafði aðeins sinnt starfinu í þrjá mánuði. Hann var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar í síðasta mánuði. Fyrrum borgarstjóri Baltimore, Sheila Dixon, var sakfelld fyrir fjárdrátt og var neydd til að segja af sér. Dixon bauð sig fram til borgarstjóra árið 2015 en tapaði fyrir Pugh. Önnur heilbrigðisstofnun í Baltimore, Kaiser Permanente, hefur tilkynnt að hún hafi borgað meira en tólf milljónir íslenskra króna fyrir 20.000 eintök af bókinni. Þetta gerðu þau á sama tíma og verið var að vinna að samningi við Baltimore borg um að Kaiser Permanente myndi sjá starfsfólki borgarinnar fyrir sjúkratryggingum. Pugh hefur lýst yfir eftirsjá vegna bókasamningsins við heilbrigðiskerfi háskólans og hefur síðan sagt af sér sem meðlimur stjórnarinnar. „Ég biðst afsökunar á því að hafa gert hluti sem hafa komið íbúum Baltimore í uppnám,“ sagði hún við fréttamenn fyrir utan ráðhús borgarinnar í Mars. Hún hefur nú skilað hluta upphæðarinnar sem hún fékk frá UMMS, eða um 12 milljónum íslenskra króna, fyrir „Healthy Holly“ bækur sem höfðu enn ekki verið sendar til UMMS. Hogan lýsti yfir miklum áhyggjum vegna viðskipta Pugh við UMMS vegna tengsla þess við fylkið, en háskólinn fær mikla upphæð almannafés sér til styrktar.
Bandaríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira