Flokkurinn hefur á undanförnum árum færst lengra til hægri og talar staðfastlega gegn innflytjendum og fjölmenningu.
Landsfundurinn staðfesti tilnefningu Alice Weidel, annars formanna flokksins, til kanslara. Þingkosningar fara fram í febrúar og mælist AfD nú með um 20 prósenta fylgi.
Landsfundur Sósíaldemókrata kom einnig saman í dag í Berlín, þar sem Olaf Scholz var kjörinn kanslaraefni flokksins fyrir komandi kosningar þrátt fyrir að ríkisstjórn hans hafi sprungið í síðasta mánuði og flokkurinn hafi tapað fylgi á undanförnum mánuðum.