Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 12:56 Ólafur Þór segir embættið hreinlega ekki mega tjá sig um mál þegar þinghald er lokað. „Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“ Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12