Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. janúar 2025 10:45 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT segir stéttarfélagið Eflingu í raun vera gervistéttarfélag. Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“ Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira