Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. janúar 2025 10:45 Aðalgeir Ástvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT segir stéttarfélagið Eflingu í raun vera gervistéttarfélag. Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“ Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Aðalgeirs á Vísi í kjölfar mótmæla Eflingar fyrir utan veitingastaðinn Finnsson Bistro í Kringlunni um helgina. Deilur Eflingar annars vegar og SVEIT og stéttarfélagsins Virðingar hins vegar hafa verið áberandi á síðustu vikum, en þar hefur Efling ítrekað sagt Virðingu vera gervistéttarfélag. Umrædd mótmæli áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði ástæðu mótmælanna vera þá að þarna væri verið að skrá starfsfólk í Virðingu til þess að hafa af fólki laun og veigamikil réttindi vinnandi fólks. Þetta starfsfólk ætti heima í Eflingu. Í grein sinni gefur Aðalgeir lítið fyrir ástæðu mótmælanna. „Ástæðan? Forsvarsmenn Eflingar grunar að einhverjir í starfsliði veitingastaðarins séu mögulega í öðru stéttarfélagi en Eflingu. Gleymt er félagafrelsi í landinu. Gleymd eru lög landsins. Gleymd er virðing fyrir frjálsum samningum. Gleymt er almennt siðferði,“ segir í grein Aðalgeirs. Hann minnist á að eigandi staðarins, Óskar Finnsson, hafi greint frá því opinberlega að hann glími við ólæknandi krabbamein. Því þykir Aðalgeiri mótmælin ósvífin. „Opinber vitneskja er um að eigandi og starfsmaður staðarins glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi, enda hefur hann tjáð sig um það í nokkrum viðtölum í íslenskum fjölmiðlum. Þeir sem eiga í slíkum veikindum mega síst við uppnámi, áreiti og árásum. En það er í takt við aðferðir Eflingar að ráðast á þá sem eiga erfiðara að bera hönd fyrir höfuð sér. Allt er leyfilegt í þeim herbúðum, svo lengi sem það vekur athygli, vekur ótta, skelfingu og uppnám.“ Þess má geta að á laugardag sagði Sólveig Anna að Efling væri búin að reyna að ná til Óskars, en hann ásamt örfáum öðrum í veitingabransanum hafi ekki hlustað á ákall félagsins. Að sögn Aðalgeirs er raunveruleg ástæða mótmælanna önnur en upp hefur verið gefið. Hann vill meina að ástæðan sé í raun sú að margar milljónir króna fari úr sjóðum Eflingar við það að Virðing og SVEIT semji sín á milli. „Það er ekki velferð starfsfólks sem ræður för hjá Eflingu, enda hafa forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hótað að keyra veitingastaði í þrot, þar sem fjöldi starfsmanna í Eflingu vinnur. Efling hefur skellt skollaeyrum við bónum starfsmanna í Eflingu sem hafa beðið um að starfsöryggi þeirra sé ekki sett í voða. Nei, formaður Eflingar hefur sagt að svo lengi sem grunur sé um einn, einn, starfsmann á veitingastað sem sé ekki í Eflingu, þá verði reynt að keyra þann stað í gjaldþrot. Svo mikil er virðingin fyrir félagafrelsi, samningsfrelsi og starfsöryggi starfsmanna veitingastaða hjá Eflingu sem kallar stéttarfélagið Virðingu gervistéttarfélag. Sannleikurinn virðist sá að það eina sem er gervi, er gerviverkalýðsfélagið Efling.“
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira