

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti.
Ræstingafólk, sem þrífur starfsstöðvar ríkisstofnana, fær ekki greitt fyrir alla þá vinnu sem það innir af hendi. Formaður Eflingar segir ræstingafyrirtæki úthluta fólkinu of litlum tíma fyrir hvert verk og ekki greiða meira ef verkið tekur lengri tíma.
Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi.
Forstjóri Grundarheimilanna segir hjúkrunarheimili ekki hafa efni á því að missa starfsfólk sem skortir íslenskukunnáttu. Um sé að ræða starfsfólk sem sé hreinlega ekki hægt að vera án.
Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu.
Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.
Fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, segir ekki rétt að fyrirtækið hyggist meina starfsmönnum verslananna að vera félagsmenn í Sameyki eða skikka þá til aðildar að VR. Þá segir fyrirtækið formann Sameykis hafa farið með rangfærslur í bréfi til félagsmanna sinna á dögunum. Hins vegar staðfestir fyrirtækið að frá og með febrúar 2028 muni „aðeins kjarasamningur VR og SA geta gilt“ um starfsfólk fríhafnarinnar.
Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði.
„Ég var tæplega þrítug þegar ég ákvað að láta ekki staðalímyndir, fordóma og mótlæti hafa áhrif á það hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég skráði mig í nám á rafvirkjabraut í FB og í dag get ég sagt með stolti að ég er ein af ríflega hundrað konum sem hafa lokið sveinsprófi í rafvirkjun á Íslandi,“ segir Jóhanna Bárðardóttir, formaður Félags fagkvenna. Hún var meðal þeirra sem hélt ræðu á Verkalýðsdaginn í Reykjavík.
Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir verkalýðsdaginn vera haldinn í skugga sjálfstöku verkalýðsforingja þetta árið. Hann gagnrýnir margmilljóna króna starfslokagreiðslur til verkalýðsleiðtoga sem snéru sér að öðrum starfsvettvangi.
Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur.
Í dag 1. maí fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Dagurinn á sér kæran sess í hugum okkar jafnaðarmanna og munum við Samfylkingarfólk koma saman um land allt í tilefni dagsins sem fyrr.
Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí á hverju ári söfnumst við saman, fögnum áfangasigrum verkalýðshreyfingarinnar og leggjum fram kröfur okkar til að móta framtíðarsýn um það samfélag sem við viljum byggja fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Í tilefni af Kvennaári 2025 munu konur taka yfir sviðið í baráttudagskrá stéttarfélaga um land allt.
„Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins!
Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir ævi sína og störf í ítarlegu viðtali við Auðun Georg Ólafsson. Þar segir hún frá uppeldi sínu í Breiðholtinu, unglingsárunum og hvernig hún tók ung við móðurhlutverkinu.
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð.
Kosningum til stjórnar Visku, sem hófust 9. apríl, lýkur á morgun, 16. apríl, klukkan 12:00. Þetta eru tímamót – í fyrsta sinn kjósa félagsmenn í stjórn Visku, og nú er kosið um öll sæti.
Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins.
Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur.
Ragnar G. Gunnarsson er nýr formaður Félags tæknifólks en hann hefur gegnt varaformennsku félagsins undanfarin ár.
Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka.
Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu.
Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin.
Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan.
Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft.
Formaður Félags íslenskra náttúrufræðingar (FÍN) lagði fram tillögu um afnám hámarkssetu í formannsstóli fyrir aðalfund félagsins. Eftir viðbrögð stjórnar dró formaðurinn tillöguna til baka og er nú í námsleyfi til áramóta. Að lokinni tíu ára setu sinni í mars 2026 mun formaðurinn fá tíu mánaða biðlaun.
Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin.