
Stéttarfélög

Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni
Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin.

Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg.

Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör
Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri
Stéttarfélagið Efling fullyrðir að nýr kjarasamningur veitingamanna við Virðingu sé óhagstæður fyrir þorra starfsfólks veitingahúsa. Tugum þúsunda króna muni á launum samkvæmt samningnum við Virðingu annars vegar og Eflingarsamningnum hins vegar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera „gervistéttarfélag“.

Verkfræðingar felldu samning
Verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkurborg hafi fellt nýjan kjarasamning. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars.

Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“
Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlagseftirlitsmönnum sannarlega hafa verið vísað á dyr í Melabúðinni, þrátt fyrir fullyrðinga verslunarstjóra verslunarinnar um annað. Eftirlitið leggi ekki mat á gæði en það sé réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt.

Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu
Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú afstaða varð ljós hafði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun var Melabúðin 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar.

Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT
Tvö landssambönd og eitt stéttarfélag hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna kjarsamnings Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og Virðingar. Þau telja að samningurinn feli í sér ólöglegt samráð veitingafyrirtækja en félögin hafa nefnt Virðingu gervistéttarfélag.

Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax
Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR með tæplega helming atkvæða, segist vilja hefja undirbúning fyrir gerð næstu kjarasamninga strax eftir aðalfund félagsins í lok mars. Nauðsynlegt sé að fylgja eftir loforðum stjórnvalda og stórfyrirtækja um að halda aftur af verðhækkunum og fara meitluð inn í næstu kjaraviðræður.

Úrslitin komu Höllu ekki á óvart
Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu.

Vaktin: Halla kjörin formaður VR
Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu.

Ögurstund upp runnin hjá VR
Mikið kapp hefur hlaupið í kosningabaráttuna í VR - Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur - en henni lýkur um hádegi á morgun. Fjórir eru í framboði til formanns og er hlaupinn nokkur hiti í leikinn.

Flosa í formanninn
Um þessar mundir fer fram kosning til formanns VR. Þar er í framboði maður sem undirritaður ber ómælda virðingu fyrir. Flosi Eiríksson hefur verið dyggur þjónn í þágu lands og þjóðar í áratugi.

Sólarhringur til stefnu
Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er.

Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR
Kæra félagsfólk VR. Nú líður að lokum kosninga í formanns- og stjórnarkjöri VR og því fer hver að verða síðastur til að nýta kosningarétt sinn. Það hefur verið ótrúleg upplifun að taka þátt í þessari baráttu, heyra raddir ykkar, finna fyrir áhuga og samstöðu og ekki síst fá að deila sýn minni um öflugra VR með ykkur öllum.

Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu
Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall.

Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif
Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð.

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla.

Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu
Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Formaður Eflingar segir hækkunina óskiljanlega og að ekki sé hægt að réttlæta hana með neinu móti.

Kosningar í VR
Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“
Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum.

Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks
Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna.

Helga Rósa nýr formaður Fíh
Helga Rósa Másdóttir hefur verið kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 28. febrúar og lauk í hádeginu í dag.

Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR
Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru.

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar.

Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur
Arnþór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR hefur lýst því yfir að hann sé farinn í verkfall frá störfum stjórnar. Hann segir vargöld ríkja í stjórninni og telur að Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, eigi að taka sér leyfi frá störfum á meðan stjórnarkjör gengur yfir.

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem er í samræmi við aðra háskólamenntaða sérfræðinga.

Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um.

Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí.