Anita Bryant er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 12:21 Anita Bryant og maður hennar, Bob Green, fagna því að hafa fellt úr gildi reglugerð sem kom í veg fyrir mismunun fólks á grundvelli kynhneigðar. Getty Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri. Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty
Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira