Andlát

Andlát

Fréttamynd

Isiah Whitlock Jr. látinn

Bandaríski leikarinn Isiah Whitlock Jr. er látinn, 71 árs að aldri. Hann var þekktur fyrir eftirminnileg hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Wire, Veep og Your Honor, sem og fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda með Spike Lee.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dóttur­dóttir JFK er látin

Tatiana Schlossberg, barnabarn Johns F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin 35 ára að aldri. Hún lést úr hvítblæði.

Erlent
Fréttamynd

Skapari Call of Duty lést í bíl­slysi

Vince Zampella, einn skapara hinna vinsælu Call of Duty-tölvuleikja, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Hann varð 55 ára.

Erlent
Fréttamynd

Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram

James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Åge Hareide látinn

Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Elsti Ís­lendingurinn er látinn

Þórhildur Magnúsdóttir, sem bar titilinn elsti Íslendingurinn í þrjú ár, lést á laugardaginn 107 ára gömul. Hún hefði orðið árinu eldri þann 22. desember.

Innlent
Fréttamynd

Mortal Kombat-stjarna látin

Japansk-bandaríski leikarinn Cary-Hiroyuki Tagawa, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, er látinn. Hann varð 75 ára.

Lífið
Fréttamynd

Eitt vin­sælasta leik­skáld Breta látið

Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love.

Erlent
Fréttamynd

Dáður en um­deildur kylfingur látinn

Bandaríski kylfingurinn Fuzzy Zoeller, sem tvívegis fagnaði sigri á risamóti í golfi, er látinn, 74 ára að aldri. Rasísk ummæli hans varðandi Tiger Woods vörpuðu skugga á glæstan feril.

Golf
Fréttamynd

Kristján Guð­munds­son látinn

Kristján Guðmundsson myndlistarmaður er látinn, 84 ára að aldri. Hann var sjálflærður myndlistarmaður og einn stofnenda Gallerí SÚM. Hópurinn að baki SÚM olli straumhvörfum í íslenskri myndlistarsenu á sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Fyrir­mynd Lucy úr Narníu látin

Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu.

Lífið