Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 11:15 Edgar Welch er látinn eftir að hafa verið skotinn til bana af lögreglu. AP Maður sem gekk vopnaður inn á veitingastað í Washington D.C. vegna skáldaðra samsæriskenninga fyrir níu árum síðan var skotinn til bana af lögreglunni í Norður-Karólína á umferðarstoppi. Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Lögreglan í Kannapolis í Norður-Karólínu greinir frá því að Edgar Maddison Welch hafi verið farþegi í bíl sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld þann 4. janúar síðastliðinn. Einn af lögregluþjónunum kannaðist við bílinn eftir að hafa séð Welch aka um á honum áður. Sami lögregluþjónn hafði handtekið Welch áður og vissi að búið væri að gefa út handtökuheimild á hendur honum vegna brots hans á skilorði. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þegar lögregluþjónarnir nálguðust bílinn til að handtaka Welch hafi hann dregið fram skammbyssu og miðað henni í átt að einum lögregluþjónanna. Honum var sagt að leggja frá sér vopnið en hann neitaði að gera það og var í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónunum tveimur. Welch var fluttur með sjúkrabíl á spítala en lést af sárum sínum tveimur dögum síðar. Hvorki bílstjórinn né annar farþegi særðust í skothríðinni. Dulmál fyrir börn sem átti að misnota Edgar Welch vann það sér til frægðar að hafa árið 2016 farið inn á veitingastaðinn Comet Ping Pong í Washington, vopnaður AR-15-riffli, vegna Pizzagate-samsæriskenningarinnar sem gekk út á að háttsettir Demókratar héldu úti barnaníðshring á staðnum. Hann skaut þrisvar sinnum úr rifflinum en hæfði sem betur fer engan og var síðan yfirbugaður af lögreglunni Þegar Welch réðist inn á pizzastaðinn var hann með aðra byssu á sér og svo fannst ein til viðbótar í bílnum hans. Hann var á endanum dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir árás með hættulegu vopni og ólöglegan vopnaflutning milli ríkja. Welch sagðist sjá eftir því hvernig hann tæklaði málið en taldi þó ekki ósannað að staðurinn væri tengdur barnaníðshring. Uppruni Pizzagate-samsæriskenningarinnar er rakinn til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf.
Bandaríkin Tengdar fréttir Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Pískur sem þróaðist í hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma QAnon-kenningin hófst sem pískur í myrkustu kimum internetsins og hefur þróast í eina umdeildustu og hættulegustu samsæriskenningu síðari tíma. Kenningin á rætur að rekja til ógnvekjandi sögusagna um barnaníðinga og djöfladýrkendur sem stjórna heiminum en afleiðingarnar urðu blóðugri en margir gátu ímyndað sér þegar fylgjendur hreyfingarinnar brutust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 í misheppnaðri tilraun til valdaráns. 14. október 2024 14:31