Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 10:35 Drengur kælir sig í úðavél við hafnaboltavöll í Kansas-borg í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024. Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Kópernikusarstofnun Evrópusambandsins og breska og japanska veðurstofan gáfu út að nýliðið ár hefði verið enn heitara en metárið 2023. Búist er við því að bandaríska geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og Berkeley Earth, sem halda einnig utan um hnattrænar hitatölur, komist að sömu niðurstöðu síðar í dag. Stofnanirnar þrjár mældu hlýnunina yfir einni og hálfri gráðu í fyrra. Þar af mældi Kópernikusarstofnunin hana 1,6 gráður borið saman við tímabilið áður en menn byrjuðu að brenna jarðefnaeldsneyti. Samkvæmt evrópsku tölunum var 2024 áttunda hluta úr gráðu hlýrra en árið á undan sem er óvenjumikið stökk. Yfirleitt hafa hitamet af þessu tagi verið slegin um hundraðshluta úr gráðu, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Undanfarin tíu ár eru nú þau tíu hlýjustu í mælingasögunni. Samantha Burgess, greinandi hjá Kópernikusarstofnuninni, segir að þau séu líklega einnig þau tíu hlýjustu síðustu 125.000 árin. Í fyrra mældist einnig hlýjasti staki dagurinn í mælingasögunni 10. júlí. Þá mældist meðalhiti jarðar 17,16 gráður. Aðeins eitt ár umfram eina og hálfa gráðu...ennþá Stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hlýnunar sem á sér stað. Burgess segir að El niño-veðurfyrirbrigðið hafi magnað hlýnunina aðeins upp í fyrra en gosagnir frá neðansjávareldgosinu í Hunga Tonga árið 2022 hafi haft kælingaráhrif. Þrátt fyrir að hlýnunin í fyrra hafi verið umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins er þar miðað við tuttugu ára meðaltal en ekki meðalhita eins árs. Hlýnun síðustu tuttugu ára nemur nú 1,3 gráðum. Miðað við núverandi losun er þó næsta víst að hlýnunin fari umfram mörk samkomulagsins á næstu árum. La niña er nú í uppsiglingu í Kyrrahafi en það er andstæða El niño. Búist er við því að kælingaráhrif veðurfyrirbrigðisins valdi því að árið í ár verði ekki eins heitt og 2024.
Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira