Þetta kemur fram í færslu Selenskí á miðlinum X (áður Twitter).
Hermennirnir sem eru særðir voru fluttir Kænugarðs þar sem er nú verið að hlúa að áverkum þeirra áður en úkraínska öryggissveitin yfirheyrir þá.
Our soldiers have captured North Korean military personnel in the Kursk region. Two soldiers, though wounded, survived and were transported to Kyiv, where they are now communicating with the Security Service of Ukraine.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 11, 2025
This was not an easy task: Russian forces and other North… pic.twitter.com/5J0hqbarP6
Selenskí segir það ekki hafa verið auðvelt verk að handsama hermennina þar sem rússneski herinn og norður-kóreskir hermenn taki særða hermenn sína gjarnan af lífi til að útrýma sönnunargögnum um þátttöku Norður-Kóreu í stríðinu.

Þá segist Selenskí þakklátur Taktíska hópi númer 84 í sérsveitarhluta Úkraínska hersins og fallhlífahermönnum sem handsömuðu hermennina tvo.
Selenskí segist jafnframt hafa skipað öryggissveitinni að veita blaðamönnum aðgengi að hermönnunum svo hægt sé að greina frá þátttöku Norður-Kóreu í stríðinu.