Erlent

Tveir norður-kóreskir her­menn sagðir í haldi Úkraínuhers

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Annar hinna tveggja norður-kóresku hermanna sem úkraínski herinn er sagður hafa handsamað.
Annar hinna tveggja norður-kóresku hermanna sem úkraínski herinn er sagður hafa handsamað. X

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði.

Þetta kemur fram í færslu Selenskí á miðlinum X (áður Twitter).

Hermennirnir sem eru særðir voru fluttir Kænugarðs þar sem er nú verið að hlúa að áverkum þeirra áður en úkraínska öryggissveitin yfirheyrir þá.

Selenskí segir það ekki hafa verið auðvelt verk að handsama hermennina þar sem rússneski herinn og norður-kóreskir hermenn taki særða hermenn sína gjarnan af lífi til að útrýma sönnunargögnum um þátttöku Norður-Kóreu í stríðinu.

Hinn norður-kóreski hermaðurinn sem er sagður vera í haldi Úkraínumanna.X

Þá segist Selenskí þakklátur Taktíska hópi númer 84 í sérsveitarhluta Úkraínska hersins og fallhlífahermönnum sem handsömuðu hermennina tvo.

Selenskí segist jafnframt hafa skipað öryggissveitinni að veita blaðamönnum aðgengi að hermönnunum svo hægt sé að greina frá þátttöku Norður-Kóreu í stríðinu.


Tengdar fréttir

Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum

Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn hafa verið sendir til landamæra Rússlands og Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna varar við því að yfirvöld í Moskvu stefni að því að koma þeim á víglínuna á næstu dögum.

Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra

Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×